Körfubolti

Chris Paul besti maður stjörnuleiksins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Paul í leiknum í nótt.
Chris Paul í leiknum í nótt. Mynd/AP
Vestrið hafði betur í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fór fram í nótt, 143-138. Chris Paul, leikstjórnandi LA Clippers, var valinn maður leiksins.

Paul skoraði 20 stig í leiknum og nýtti alls sjö af tíu skotum sínum. Hann gaf einnig fimmtán stoðsendingar og stal boltanum fjórum sinnum, þrátt fyrir að hafa spilað í aðeins 27 mínútur. Paul var sérstaklega öflugur í fjórða leikhluta en þá skoraði hann níu stig.

Kevin Durant, maður stjörnuleiksins í fyrra, var stigahæsti leikmaður leiksins með 30 stig en þetta er í þriðja sinn í röð sem hann skorar minnst 30 stig í stjörnuleiknum.

Margar aðrar stórstjörnur tóku þátt í leiknum - eins og Kobe Bryant (níu stig, átta stoðsendingar), LeBron James 19 stig, fimm stoðsendingar) og Dwayne Wade (21 stig, sjö stoðsendingar). James lofaði Paul eftir leikinn. „Hann er ótrúlegur. Hann er einn besti leikmaður deildarinnar og besti leikstjórnandinn sem við eigum. Það kemur mér ekki á óvart hvað hann gerði í þessum leik."

Paul fékk átta atkvæði af tólf sem maður leiksins, Bryant tvö og þeir James og Durant eitt hvor.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×