Sveitahótel Ólafs Laufdals með toppeinkunn - neita að gefast upp Kristján Már Unnarsson skrifar 17. febrúar 2013 21:13 Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lúxus-sveitahótel Ólafs Laufdals í Grímsnesi hefur slegið í gegn með hæstu dóma viðskiptavina á alþjóðlegum netsíðum. Fjallað var hótelreksturinn en einnig um lífsferil þessa mesta skemmtanakóngs Íslands fyrr og síðar í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Þótt lítið hafi borið á Ólafi Laufdal undanfarin ár hefur hann ekki setið auðum höndum heldur byggt upp, ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ketilsdóttur, 64 rúma lúxus-hótel á bökkum Sogsins, Hótel Grímsborgir. Þau eru með gistinguna í sex stórum húsum, hverju húsi er skipt í tvær íbúðir, og það er óhætt að segja að það séu vandfundin veglegri gistihús hérlendis. Hæstu dómar á stærstu ferðasíðum, eins og fimm stjörnur á Trip-advisor og yfir níu á Booking, valda því að gestirnir streyma til þeirra. Smekkfullt var um jól og áramót, febrúar er búinn að vera eins og sumarmánuður, marsmánuður lofar góðu, bókanir framundan eru þrefalt meiri en í fyrra, og sumarið stefnir í að verða fullbókað. Í þættinum ræddu þau Ólafur og Kristín einnig um árin þegar hann var ókrýndur skemmtanakóngur Íslands með 600 manns í vinnu, þegar hann rak skemmtistaðina Hollywood, Broadway og Hótel Ísland, og einnig Sjallann og Hótel Borg, þegar fólkið stóð í biðröðum eftir að komast inn. Ólafur Laufdal stóð fyrir stórsýningum með íslenskum tónlistarmönnum og flutti inn milli 70 og 80 heimsfræga skemmtikrafta, og margir þeirra komu heim til þeirra hjóna í veglegt einbýlishúsið á Arnarnesi, stjörnur eins og Fats Domino og Tom Jones. Þau ræddu einnig opinskátt um fjárhagsáföll, fyrst þegar bankinn yfirtók Hótel Ísland og svo þegar ævisparnaðurinn tapaðist í hruninu 2008. Ólafur segir að eiginkonan stappi í hann stálinu. „Ég neita að gefast upp," segir Kristín. Sjá má þáttinn í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Um land allt Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira