Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2013 15:07 Mynd/Nordic Photos/Getty Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. Staðan var 1-0 fyrir United þegar að tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir ákvað að gefa Nani, leikmanni United, beint rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Nani hafði farið með fótinn í síðuna á Arbeloa en vildi meina að um óviljaverk hafi verið að ræða. Jose Mourinho brást við með því að setja Luka Modric inn á og auka þannig sóknarkraft liðsins. Modric var ekki nema sjö mínútur að setja mark sitt á leikinn er hann jafnaði metin með þrumufleyg í stöngina og inn. Madrídingar hömruðu járnið á meðan það var heitt og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður United, sigurmark leiksins með skoti úr þröngu færi eftir laglega sókn Madrid. Ronaldo var í kvöld að spila sinn fyrsta leik á Old Trafford síðan hann var keyptur á metfé til Real Madrid árið 2009. Hann fagnaði ekki marki sínu af virðingu við sitt gamla félag. Úrslitin voru í raun ráðin eftir þetta en United menn sóttu þó af nokkrum krafti og voru ekki langt frá því að uppskera jöfnunarmark. En leikurinn fjaraði út og niðurstaðan 3-2 samanlagður sigur Real Madrid. United hafði komist yfir á 48. mínútu leiksins þegar að Sergio Ramos, varnarmaður Real, stýrði knettinum í eigið net. Nani sendi boltann fyrir markið og Welbeck náði að koma við boltann áður en hann fór af Ramos í markið af stuttu færi. Wayne Rooney var óvænt á bekknum í kvöld en kom inn á 73. mínútu. Hann hressti upp á sóknarleik United en það var ekki nóg. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira
Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. Staðan var 1-0 fyrir United þegar að tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir ákvað að gefa Nani, leikmanni United, beint rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Nani hafði farið með fótinn í síðuna á Arbeloa en vildi meina að um óviljaverk hafi verið að ræða. Jose Mourinho brást við með því að setja Luka Modric inn á og auka þannig sóknarkraft liðsins. Modric var ekki nema sjö mínútur að setja mark sitt á leikinn er hann jafnaði metin með þrumufleyg í stöngina og inn. Madrídingar hömruðu járnið á meðan það var heitt og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður United, sigurmark leiksins með skoti úr þröngu færi eftir laglega sókn Madrid. Ronaldo var í kvöld að spila sinn fyrsta leik á Old Trafford síðan hann var keyptur á metfé til Real Madrid árið 2009. Hann fagnaði ekki marki sínu af virðingu við sitt gamla félag. Úrslitin voru í raun ráðin eftir þetta en United menn sóttu þó af nokkrum krafti og voru ekki langt frá því að uppskera jöfnunarmark. En leikurinn fjaraði út og niðurstaðan 3-2 samanlagður sigur Real Madrid. United hafði komist yfir á 48. mínútu leiksins þegar að Sergio Ramos, varnarmaður Real, stýrði knettinum í eigið net. Nani sendi boltann fyrir markið og Welbeck náði að koma við boltann áður en hann fór af Ramos í markið af stuttu færi. Wayne Rooney var óvænt á bekknum í kvöld en kom inn á 73. mínútu. Hann hressti upp á sóknarleik United en það var ekki nóg.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Sjá meira