Ferguson: Megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2013 10:30 Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að sjálfsögðu að svara mörgum spurningum um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann félagsins og núverandi aðalstjörnu Real Madrid. Manchester United mætir Real Madrid á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að hann láti sjá sig," sagði Sir Alex Ferguson í léttum tón aðspurður um mikilvægi Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. „Við megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo. Ef við förum að velta því of mikið fyrir okkur hvað hann getur gert inn á vellinum þá munum við gleyma því sem við ætlum að gera sjálfir í leiknum," sagði Ferguson. Ferguson seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009 og síðan hefur Portúgalinn raðað inn mörkum í búningi Real. „Við hverju býstu þegar þú mætir liði með Cristiano innanborðs? Auðvitað búast menn við vandræðum í leiknum. Við verðum bara að vinna úr þeim eins vel og við getum. Rafael býr vonandi af reynslu sinni frá því í fyrri hálfleik í fyrri leiknum og hann fær aftur sama hlutverk í þessum leik," sagði Ferguson. Ferguson var spurður út hinn brasilíska Ronaldo sem kláraði Manchester United þegar liðin voru í sömu stöðu í Meistaradeildinni í apríl 2003. Ronaldo skoraði þá þrennu á Old Trafford og Real komst áfram þrátt fyrir 3-4 tap. „Sá eldri og feitari var á toppi ferils síns á þeim tíma. Þessi Ronaldo er frábær íþróttamaður. Hann missir aldrei úr leik, ber sig frábærlega, er með mikinn hraða, tvo öfluga fætur og er síðan mjög góður í loftinu. Okkar aðaláhyggjur eru af því sem gerist í kvöld en ekki af því sem gerðist fyrir tíu árum," sagði Ferguson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að sjálfsögðu að svara mörgum spurningum um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann félagsins og núverandi aðalstjörnu Real Madrid. Manchester United mætir Real Madrid á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að hann láti sjá sig," sagði Sir Alex Ferguson í léttum tón aðspurður um mikilvægi Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. „Við megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo. Ef við förum að velta því of mikið fyrir okkur hvað hann getur gert inn á vellinum þá munum við gleyma því sem við ætlum að gera sjálfir í leiknum," sagði Ferguson. Ferguson seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009 og síðan hefur Portúgalinn raðað inn mörkum í búningi Real. „Við hverju býstu þegar þú mætir liði með Cristiano innanborðs? Auðvitað búast menn við vandræðum í leiknum. Við verðum bara að vinna úr þeim eins vel og við getum. Rafael býr vonandi af reynslu sinni frá því í fyrri hálfleik í fyrri leiknum og hann fær aftur sama hlutverk í þessum leik," sagði Ferguson. Ferguson var spurður út hinn brasilíska Ronaldo sem kláraði Manchester United þegar liðin voru í sömu stöðu í Meistaradeildinni í apríl 2003. Ronaldo skoraði þá þrennu á Old Trafford og Real komst áfram þrátt fyrir 3-4 tap. „Sá eldri og feitari var á toppi ferils síns á þeim tíma. Þessi Ronaldo er frábær íþróttamaður. Hann missir aldrei úr leik, ber sig frábærlega, er með mikinn hraða, tvo öfluga fætur og er síðan mjög góður í loftinu. Okkar aðaláhyggjur eru af því sem gerist í kvöld en ekki af því sem gerðist fyrir tíu árum," sagði Ferguson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira