Körfubolti

Lebron James verðlaunin - bestur fjórða mánuðinn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Mynd/AP
LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angele Lakers voru á dögunum valdir bestu leikmenn Austur- og Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta.

Menn í Bandaríkjunum eru nú farnir að kalla þetta Lebron James verðlaunin því kappinn hefur nú verið valinn bestur í Austurdeildinni fjóra mánuði í röð eða alla mánuði tímabilsins.

Það var nú ekki hægt að ganga framhjá honum fyrir febrúar því Miami-liðið vann 12 af 13 leikjum sínum og LeBron James var með 29,7 stig, 7,5 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og hitti úr 64 prósent skota sinna.

Lakers vann 9 af 13 leikjum sínum í febrúar og Kobe Bryant var með 23,9 stitg, 6,7 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali.

Bestu leikmenn mánaðarins í NBA 2012-13:

Nóvember

Austurdeild: LeBron James, Miami Heat

Vesturdeild: Kevin Durant, Oklahoma City Thunder

Desember

Austurdeild: LeBron James, Miami Heat

Vesturdeild: Chris Paul, Los Angeles Clippers

Janúar

Austurdeild: LeBron James, Miami Heat

Vesturdeild: Tony Parker, San Antonio Spurs

Febrúar

Austurdeild: LeBron James, Miami Heat

Vesturdeild: Kobe Bryant, Los Angele Lakers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×