Vettel á ráspól í fyrsta móti ársins Birgir Þór Harðarson skrifar 17. mars 2013 00:43 Vettel verður á ráspól á eftir. nordicphotos/Afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun. Brautin þornaði hratt í síðustu tveimur lotum tímatökunnar og snerist kapphlaupið um að vera síðastur yfir línuna í þriðju og síðustu lotunni. Vettel var hins vegar lang fljótastur og þrátt fyrir tilraunir keppinauta hans hélt hann tæpla hálfrar sekúnda forskoti. Jenson Button á McLaren var fyrstur til að fara út á sléttu dekkjunum í síðustu lotunni, það varð honum á endanum að falli og ræsir hann tíundi í kappakstrinum í fyrramálið. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, verður annar á ráslínunni á heimavelli. Lewis Hamilton þriðji en honum tókst að skáka liðsfélaga sínum sem hafði verið fljótastur í bleytunni. Liðsfélaginn, Nico Rosberg, ræsir sjötti. Felipe Massa var á undan liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso og ræsa þeir í fjórða og fimmta sæti. Kimi Raikkönen verður sjöundi og liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, áttundi. Kappaksturinn hefst klukkan sex í fyrramálið og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nr.ÖkuþórLiðTími1Sebastian VettelRed Bull01:27.42Mark WebberRed Bull01:27.83Lewis HamiltonMercedes01:28.14Felipe MassaFerrari01:28.55Fernando AlonsoFerrari01:28.56Nico RosbergMercedes01:28.57Kimi RäikkönenLotus01:28.78Romain GrosjeanLotus01:29.09Paul di RestaForce India01:29.310Jenson ButtonMcLaren01:30.4 11Nico HülkenbergSauber01:38.112Adrian SutilForce India01:38.113Jean-Eric VergneToro Rosso01:38.814Daniel RicciardoToro Rosso01:39.015Sergio PerezMcLaren01:39.916Valtteri BottasWilliams01:40.3 Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun. Brautin þornaði hratt í síðustu tveimur lotum tímatökunnar og snerist kapphlaupið um að vera síðastur yfir línuna í þriðju og síðustu lotunni. Vettel var hins vegar lang fljótastur og þrátt fyrir tilraunir keppinauta hans hélt hann tæpla hálfrar sekúnda forskoti. Jenson Button á McLaren var fyrstur til að fara út á sléttu dekkjunum í síðustu lotunni, það varð honum á endanum að falli og ræsir hann tíundi í kappakstrinum í fyrramálið. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, verður annar á ráslínunni á heimavelli. Lewis Hamilton þriðji en honum tókst að skáka liðsfélaga sínum sem hafði verið fljótastur í bleytunni. Liðsfélaginn, Nico Rosberg, ræsir sjötti. Felipe Massa var á undan liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso og ræsa þeir í fjórða og fimmta sæti. Kimi Raikkönen verður sjöundi og liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, áttundi. Kappaksturinn hefst klukkan sex í fyrramálið og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nr.ÖkuþórLiðTími1Sebastian VettelRed Bull01:27.42Mark WebberRed Bull01:27.83Lewis HamiltonMercedes01:28.14Felipe MassaFerrari01:28.55Fernando AlonsoFerrari01:28.56Nico RosbergMercedes01:28.57Kimi RäikkönenLotus01:28.78Romain GrosjeanLotus01:29.09Paul di RestaForce India01:29.310Jenson ButtonMcLaren01:30.4 11Nico HülkenbergSauber01:38.112Adrian SutilForce India01:38.113Jean-Eric VergneToro Rosso01:38.814Daniel RicciardoToro Rosso01:39.015Sergio PerezMcLaren01:39.916Valtteri BottasWilliams01:40.3
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira