Vettel á ráspól í fyrsta móti ársins Birgir Þór Harðarson skrifar 17. mars 2013 00:43 Vettel verður á ráspól á eftir. nordicphotos/Afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun. Brautin þornaði hratt í síðustu tveimur lotum tímatökunnar og snerist kapphlaupið um að vera síðastur yfir línuna í þriðju og síðustu lotunni. Vettel var hins vegar lang fljótastur og þrátt fyrir tilraunir keppinauta hans hélt hann tæpla hálfrar sekúnda forskoti. Jenson Button á McLaren var fyrstur til að fara út á sléttu dekkjunum í síðustu lotunni, það varð honum á endanum að falli og ræsir hann tíundi í kappakstrinum í fyrramálið. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, verður annar á ráslínunni á heimavelli. Lewis Hamilton þriðji en honum tókst að skáka liðsfélaga sínum sem hafði verið fljótastur í bleytunni. Liðsfélaginn, Nico Rosberg, ræsir sjötti. Felipe Massa var á undan liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso og ræsa þeir í fjórða og fimmta sæti. Kimi Raikkönen verður sjöundi og liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, áttundi. Kappaksturinn hefst klukkan sex í fyrramálið og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nr.ÖkuþórLiðTími1Sebastian VettelRed Bull01:27.42Mark WebberRed Bull01:27.83Lewis HamiltonMercedes01:28.14Felipe MassaFerrari01:28.55Fernando AlonsoFerrari01:28.56Nico RosbergMercedes01:28.57Kimi RäikkönenLotus01:28.78Romain GrosjeanLotus01:29.09Paul di RestaForce India01:29.310Jenson ButtonMcLaren01:30.4 11Nico HülkenbergSauber01:38.112Adrian SutilForce India01:38.113Jean-Eric VergneToro Rosso01:38.814Daniel RicciardoToro Rosso01:39.015Sergio PerezMcLaren01:39.916Valtteri BottasWilliams01:40.3 Formúla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði sínum 37. ráspól í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn sem lauk rétt í þessu. Tímatökunum hafði verið frestað vegna aðstæna á brautinni í gærmorgun. Brautin þornaði hratt í síðustu tveimur lotum tímatökunnar og snerist kapphlaupið um að vera síðastur yfir línuna í þriðju og síðustu lotunni. Vettel var hins vegar lang fljótastur og þrátt fyrir tilraunir keppinauta hans hélt hann tæpla hálfrar sekúnda forskoti. Jenson Button á McLaren var fyrstur til að fara út á sléttu dekkjunum í síðustu lotunni, það varð honum á endanum að falli og ræsir hann tíundi í kappakstrinum í fyrramálið. Mark Webber, liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, verður annar á ráslínunni á heimavelli. Lewis Hamilton þriðji en honum tókst að skáka liðsfélaga sínum sem hafði verið fljótastur í bleytunni. Liðsfélaginn, Nico Rosberg, ræsir sjötti. Felipe Massa var á undan liðsfélaga sínum hjá Ferrari, Fernando Alonso og ræsa þeir í fjórða og fimmta sæti. Kimi Raikkönen verður sjöundi og liðsfélagi hans hjá Lotus, Romain Grosjean, áttundi. Kappaksturinn hefst klukkan sex í fyrramálið og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Nr.ÖkuþórLiðTími1Sebastian VettelRed Bull01:27.42Mark WebberRed Bull01:27.83Lewis HamiltonMercedes01:28.14Felipe MassaFerrari01:28.55Fernando AlonsoFerrari01:28.56Nico RosbergMercedes01:28.57Kimi RäikkönenLotus01:28.78Romain GrosjeanLotus01:29.09Paul di RestaForce India01:29.310Jenson ButtonMcLaren01:30.4 11Nico HülkenbergSauber01:38.112Adrian SutilForce India01:38.113Jean-Eric VergneToro Rosso01:38.814Daniel RicciardoToro Rosso01:39.015Sergio PerezMcLaren01:39.916Valtteri BottasWilliams01:40.3
Formúla Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira