Pistill: Endalausar dýfur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2013 13:45 Úr leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Mynd/Stefán „Þetta er bara hluti af leiknum.“ „Maður gerir allt til þess að vinna.“ Hversu oft hefur maður heyrt afsakanir sem þessar fyrir því að hraustir menn hendi sér í gólfið við lítið sem ekkert tilefni. Allt er gert til þess að styrkja stöðu liðsins sem gæti, séu tilburðirnir nógu sannfærandi, leikið manni fleiri eða þurfa ekki að glíma við lykilmann úr röðum andstæðinganna. Dýfukeppni virðist hafa farið fram í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Domino's-deildar karla á sunnudag. Leikmenn beggja liða hentu sér í gólfið þegar þeir töldu það þjóna hagsmunum liðsins best. Græddu Keflvíkingar á því í eitt skiptið þegar Jovan Zdravevski var vikið af velli auk þess sem hann sætir leikbanni í oddaleiknum annað kvöld. Tilgangurinn helgar víst meðalið. Eitt er þó víst. Mönnum finnst þetta kjánalegt. Stuðningsmönnum, þjálfum og jú, líka leikmönnum. Það sést í hvert einasta skiptið á svipnum á „sökudólgnum" þegar andstæðingurinn fellur í jörðina fyrir litlar sakir. „Æi common", „ertu ekki að grínast" og „stattu í lappirnar!" er það sem lesa má út úr svipbrigðum þess „brotlega" sem ýmist brjálast yfir tilburðunum eða hlær að þeim. Skiljanlega. Hegðunin er til skammar. Það versta er að nokkrum mínútum síðar liggur sá hneykslaði að ástæðulausu vængbrotinn á gólfinu. Annað kvöld mætast Keflavík og Stjarnan í oddaleik í troðfullum Ásgarði auk þess sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Leikurinn hefur fengið vænan skammt af umfjöllun, mikið til á röngum forsendum, og eftirvæntingin er mikil. Ég ætla rétt að vona að bestu körfuboltamenn landsins leiðrétti þann misskilning sem myndast hefur eftir síðustu rimmu liðanna: Að menn spili körfubolta láréttir en ekki lóðréttir. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira
„Þetta er bara hluti af leiknum.“ „Maður gerir allt til þess að vinna.“ Hversu oft hefur maður heyrt afsakanir sem þessar fyrir því að hraustir menn hendi sér í gólfið við lítið sem ekkert tilefni. Allt er gert til þess að styrkja stöðu liðsins sem gæti, séu tilburðirnir nógu sannfærandi, leikið manni fleiri eða þurfa ekki að glíma við lykilmann úr röðum andstæðinganna. Dýfukeppni virðist hafa farið fram í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Domino's-deildar karla á sunnudag. Leikmenn beggja liða hentu sér í gólfið þegar þeir töldu það þjóna hagsmunum liðsins best. Græddu Keflvíkingar á því í eitt skiptið þegar Jovan Zdravevski var vikið af velli auk þess sem hann sætir leikbanni í oddaleiknum annað kvöld. Tilgangurinn helgar víst meðalið. Eitt er þó víst. Mönnum finnst þetta kjánalegt. Stuðningsmönnum, þjálfum og jú, líka leikmönnum. Það sést í hvert einasta skiptið á svipnum á „sökudólgnum" þegar andstæðingurinn fellur í jörðina fyrir litlar sakir. „Æi common", „ertu ekki að grínast" og „stattu í lappirnar!" er það sem lesa má út úr svipbrigðum þess „brotlega" sem ýmist brjálast yfir tilburðunum eða hlær að þeim. Skiljanlega. Hegðunin er til skammar. Það versta er að nokkrum mínútum síðar liggur sá hneykslaði að ástæðulausu vængbrotinn á gólfinu. Annað kvöld mætast Keflavík og Stjarnan í oddaleik í troðfullum Ásgarði auk þess sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Leikurinn hefur fengið vænan skammt af umfjöllun, mikið til á röngum forsendum, og eftirvæntingin er mikil. Ég ætla rétt að vona að bestu körfuboltamenn landsins leiðrétti þann misskilning sem myndast hefur eftir síðustu rimmu liðanna: Að menn spili körfubolta láréttir en ekki lóðréttir.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Sjá meira