Ætla að bæta árangur Péturs Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 10:45 Alfreð Finnbogason. Mynd/E. Stefán Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira