Dortmund skoraði tvö í uppbótartíma og komst áfram Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. apríl 2013 14:38 Nordicphotos/Getty Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Dortmund komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir hádramatískan sigur á spænska liðinu Malaga á heimavelli í kvöld. Malaga var yfir, 2-1, þegar venjulegur leiktími rann út. Dortmund þurfti því tvö mörk og það tókst innan næstu þriggja mínútuna. Marco Reus skoraði fyrst og varnarmaðurinn Felipe Santana reyndist svo hetja þýska liðsins er hann skoraði sigurmarkið með því að ýta boltanum yfir línuna af mjög stuttu færi. Fimm dómurum leiksins yfirsást á einhvern ótrúlegan hátt sú staðreynd að Santana var kolrangstæður. Síðara mark Malaga var þó einnig rangstaða og mætti segja að mistök dómarakvintettsins hafi jafnast út. Ótrúlegur viðsnúningur á leiknum því á 82. mínútu hafði Malaga komist yfir. Mikill fögnuður braust út í leikslok en gestirnir voru skiljanlega niðurbrotnir. Fyrirfram virtist Malaga eiga litla möguleika á sigri enda hafði Dortmund unnið alla heimaleiki sína í Meistaradeildinni og verið í góðu formi í þýsku úrvalsdeildinni. Malaga var einnig án tveggja sterkra varnarmanna sem voru í leikbanni. En Spánverjarnir komust svo yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar að Joaquin átti fínt skot að marki úr erfiðri stöðu rétt utan vítateigs. Þar sem fyrri leiknum lauk með jafntefli var ljóst að Dortmund þurfti þá tvö mörk til að komast áfram í undanúrslitin. Jöfnunarmarkið kom á 39. mínútu en þar var Robert Lewandowski að verki eftir glæsilegan undirbúning Marco Reus. Hann átti sendingu inn fyrir vörn gestanna með lúmskri hælsendingu og eftirleikurinn var einfaldur fyrir Pólverjann öfluga. Bæði lið fengu ágæt færi í upphafi síðari hálfleiks sókn Dortmund þyngdist eftir því sem leið á leikinn. Lewandowski skoraði mark var var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Reus og Mario Götze fengu svo dauðafæri með stuttu millibili en í bæði skiptin náði Willy, markvörður Malaga, að bjarga á undraverðan hátt. Markið lá í loftinu fyrir þá þýsku en þá komst Malaga í skyndisókn. Julio Baptista sendi boltann inn að marki og Eliseu ýtti boltanum yfir línuna af stuttu færi. Eliseu tók mikla áhættu með því að koma við boltann sem virtist hvort eð er á leiðinni í markið. Endursýningar í sjónvarpi sýndu svo að hann var rangstæður og hefði markið því átt vera dæmt ógilt. Malaga virtist vera með unna stöðu en Þjóðverjarnir gáfust ekki upp og unnu sem fyrr segir undraverðan sigur.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir "Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Fleiri fréttir KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
"Einstakt tækifæri" Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld. 9. apríl 2013 15:00