Körfubolti

Sá besti fimmta mánuðinn í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James, til hægri, með Dwyane Wade.
LeBron James, til hægri, með Dwyane Wade. Mynd/AP
LeBron James var útnefndur besti leikmaður marsmánaðar í Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta er fimmti mánuðurinn í röð sem hann hlýtur verðlaunin.

Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, var valinn bestur í Austurdeildinni en liðið vann alls tólf af sautján leikjum sínum í síðasta mánuði.

James og félagar hans í meistaraliði Miami Heat hafa farið mikinn í vetur en í síðasta mánuði lauk ótrúlegri 27 leikja sigurgöngu liðsins. Það er sú næstlengsta í sögu deildarinnar.

Miami vann alls sautján leiki í mars sem er met. James skoraði að meðaltali 25,8 stig, tók 8,2 fráköst og gaf 7,4 stoðsendingar í leik. Skotnýting hans var upp á 53 prósent en hann skoraði minnst 20 stig í fjórtán leikjum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×