„Höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. apríl 2013 09:51 Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. „Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Þetta eru frábærar fréttir," segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi, en í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mælist flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi, og næði inn fjórum þingmönnum ef gengið væri til kosninga nú. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í svolítinn tíma og þetta er búið að vera nokkuð jafn vöxtur. Við höfum ekki tekið þátt í þessum pólitísku leikjum heldur reynt að byggja frekar upp og láta fólk vita hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Fólk er að fatta hvað við erum að segja og hvað aukið beint lýðræði og gagnsæi skiptir miklu máli." Smári segir Pírata hafa talað um það að vilja ná yfir tíu prósenta fylgi og því séu niðurstöður könnunarinnar góð byrjun. „Það getur allt gerst á næstu vikum og við hækkað eða lækkað. Við erum nýtt framboð hér á Íslandi en með rosalega mikið bakland úr okkar alþjóðastarfi. Píratar eru með starfandi flokka í 63 löndum á heimsvísu og það er mikil og sterk hugmyndafræði búin að byggjast upp." Þá telur Smári afdrif stjórnarskrármálsins við síðustu þinglok eiga sinn þátt í fylgi Pírata. „Við þinglok tóku allir gömlu flokkarnir sig saman um það að svíkja almenning í stjórnarskrármálinu. Það voru ekki margir á þingi sem gerðu eitthvað til að reyna að stoppa það. Það var þá kannski helst Birgitta Jónsdóttir, einn af okkar oddvitum, og það spilar örugglega sinn þátt." Aðalheiður Ámundadóttir, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, segir ástæðuna fyrir því að flokkurinnn sé að ná í gegn núna, sé ekki endilega vegna umræðuþátta sem hafa verið í sjónvarpinu síðustu daga. „Ég ímynda mér að þeir sem sýna Pírötum mestan áhuga séu ekki að horfa á umræðuþætti á Rúv," segir Aðalheiður sem sjálf tók þátt í umræðum á RÚV í gærkvöldi ásamt fjölmörgum öðrum framboðum. Hún segir fylgið sem Píratar mælast með í þessari könnun frekar því að þakka að fólk sé farið að skilja að Píratar eru ekki bara „eins máls internetflokkur," eins og Aðalheiður orðar það. Ekki náðist í Birgittu Jónsdóttur við vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira