Stjórnarmyndun gæti orðið erfið Ingveldur Geirsdóttir skrifar 4. apríl 2013 13:04 Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi. Kosningar 2013 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi.
Kosningar 2013 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira