Árni Johnsen segir að sér hafi verið bolað burt - Mærir Davíð Oddsson 4. apríl 2013 11:56 Árni Johnsen ætlar að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu þingkosningar. Mynd/ GVA Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi „rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni" eins og hann orðar það. Og hann fer hörðum orðum um þremenningana. „Bjuggu til tilboðspakka, eins konar snyrtivörur, og falbuðu sig hvert með öðru, ekki á eigin verðleikum, heldur bögglauppboði og hrossakaupum með miklum skyndiáróðri og þúsundum hringinga í stuttri lotu, Facebook og fleiri meðulum og móðursýki og ætlunarverkið tókst. Það var sem sagt ákveðið í þröngan hóp klíku í Reykjanesbæ hverjir ættu að verða þingmenn Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var skelfilegt að vakna upp við brotnar leikreglur, falsið og svikin, en ekki meira um það að sinni. Margir hafa heimtað mig í sérframboð, en ég svík ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en Fjalla-Eyvindur frændi, bíð bara eftir næsta prófkjöri," segir Árni. Í grein sinni segir Árni að Bjarni Benediktsson hafi sætt ómálefnalegri gagnrýni í aðdraganda kosninga, en segir Davíð Oddsson vera mesta leiðtogann af þeim fimm sem hann hafi unnið með. „Ég hef unnið í þingflokki með fimm formönnum Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, Þorsteini Pálssyni, Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Bjarna Benediktssyni. Allt eru þetta nöfn mætustu manna, en mjög ólíkra að gerð þótt þeir ættu sömu grundvallarhugsjónir í þjóðmálum. Davíð var þeirra skilvirkastur, enda ótrúlegur og slunginn leiðtogi, kunni að blanda saman geðvonsku Íslendinga og gálgahúmor sem hentaði vel tækifærismennsku landans. En að fellur og út fellur hatur og ást," segir Árni. Hann segir að Davíð hafi ætíð verið á undan öðrum með leiki í brjóstvasanum og það hefði verið mikil þörf á slíku síðustu árin. Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi „rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni" eins og hann orðar það. Og hann fer hörðum orðum um þremenningana. „Bjuggu til tilboðspakka, eins konar snyrtivörur, og falbuðu sig hvert með öðru, ekki á eigin verðleikum, heldur bögglauppboði og hrossakaupum með miklum skyndiáróðri og þúsundum hringinga í stuttri lotu, Facebook og fleiri meðulum og móðursýki og ætlunarverkið tókst. Það var sem sagt ákveðið í þröngan hóp klíku í Reykjanesbæ hverjir ættu að verða þingmenn Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var skelfilegt að vakna upp við brotnar leikreglur, falsið og svikin, en ekki meira um það að sinni. Margir hafa heimtað mig í sérframboð, en ég svík ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en Fjalla-Eyvindur frændi, bíð bara eftir næsta prófkjöri," segir Árni. Í grein sinni segir Árni að Bjarni Benediktsson hafi sætt ómálefnalegri gagnrýni í aðdraganda kosninga, en segir Davíð Oddsson vera mesta leiðtogann af þeim fimm sem hann hafi unnið með. „Ég hef unnið í þingflokki með fimm formönnum Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, Þorsteini Pálssyni, Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Bjarna Benediktssyni. Allt eru þetta nöfn mætustu manna, en mjög ólíkra að gerð þótt þeir ættu sömu grundvallarhugsjónir í þjóðmálum. Davíð var þeirra skilvirkastur, enda ótrúlegur og slunginn leiðtogi, kunni að blanda saman geðvonsku Íslendinga og gálgahúmor sem hentaði vel tækifærismennsku landans. En að fellur og út fellur hatur og ást," segir Árni. Hann segir að Davíð hafi ætíð verið á undan öðrum með leiki í brjóstvasanum og það hefði verið mikil þörf á slíku síðustu árin.
Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Sjá meira