Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig - Framsókn dalar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2013 18:41 Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig verulegu fylgi en Framsókn dalar samkvæmt nýrri könnun Stöðvar tvö og Fréttablaðsins. Prófessor í stjórnmálafræði segir að útspil Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, um síðustu helgi hafi heppnast fullkomlega. Miklar sveiflur hafa verið á fylgi framboða í síðustu könnunum. Björt framtíð mælist nú með sex komma fimm prósent og tapar nærri tveimur prósentustigum frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn er með rúmlega þrjátíu prósenta fylgi og tapar tíu prósentustigum. Sjálfstæðimenn auka fylgi sitt um nærri helming og eru nú með tæp 27 prósent. Stjórnarflokkarnir bæta líka við sig fylgi. Samfylkingin fer úr 9,5 í tæp fjórtán prósent og Vinstri grænir fara úr fimm komma sex í tæp átta. Fylgi Pírata stendur í stað á milli kannana. Önnur framboð ná ekki fimm prósenta fylgi. Hægri grænir eru með 0.8 prósent. Flokkur heimilanna er með tvö komm fjögur en Húmanistaflokkurinn og Regnboginn komast ekki á blað. Lýðræðisvaktin mælist með eitt komma sjö og Dögun með þrjú prósent. Úrtakið var 1.900 manns. Þar af náðist í 1.200, - af þeim tóku 84 prósent afstöðu. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að útspil Bjarna Benediktssonar um síðustu helgi hafi augljóslega skilað árangri. „Kjósendur eru að færa sig á milli þessara flokka og ef að Sjálfstæðisflokkurinn fer upp, þá er það sennilega mest á kostnað Framsóknarflokksins og ef Framsóknarflokkurinn fer upp, þá er það mikið á kostnað Sjálfstæðisflokksins þó að Framsóknarflokkurinn hafi verið að tala fylgi frá fleiri flokkum líka." Staða samfylkingarinnar sé hins vegar ekki vænleg miðað við þessa könnun. „Í raun og veru er Samfylkingin að vera komin niður fyrir það sem Alþýðuflokkurinn var með í gamla daga. Og hann var ekki stór flokkur." Flokkarnir hafi þó enn tækifæri til að bæta við sig fylgi. „Það er mikið af kjósendum sem eru ennþá óákveðnir. Við sjáum það að einn afmarkaður viðburður, um eina helgi, virðist geta breytt straumum kosningabaráttunnar allavega þannig að það sé verulega í könnunum.“Úrtakið í könnuninni var 1.899 manns en hringt var þar til náðist í 1.200 samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl.Svarhlutfallið var 63,2 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá.Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag?Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa?Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk?Alls tók 67,8 prósent þátttakenda í könnuninni afstöðu til spurningarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira