Ekki á leið í loforðakapphlaup Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2013 16:57 Katrín er ósátt við fylgið en gefst ekki upp. Mynd/Stefán „Ég er mjög ósátt við fylgið,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna (VG) og oddviti flokksins í Reykjavík - norður, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokkanna mælist VG með 6,7 prósent fylgi. Það er talsverð lækkun frá síðustu könnun, þegar flokkurinn mældist með 8,1 prósent. Katrín var á leið á fund þegar fréttamaður Vísis náði tali af henni. „Ég á bara bágt með að skilja þetta þegar við sjáum það í skoðanakönnunum að kjósendur setji til að mynda málefni heilbrigðisþjónustunnar og velferðarkerfisins á oddinn eins og við erum að gera. Kjósendur eru að segja það í öðrum könnunum að þeir vilji ekki fleiri álver og vilji sjá fjölbreyttari atvinnustefnu, nákvæmlega eins og okkar stefna er. Þá auðvitað finnst mér það áhyggjuefni að sá flokkur sem hefur verið lengst til vinstri inni á þingi og hefur verið eini flokkurinn sem hefur tekið upp græna fánann sé við það að detta út af þingi.“ Það var þó enginn uppgjafartónn í formanninum þrátt fyrir fylgistapið. „Við auðvitað höldum áfram okkar kosningabaráttu og vonum að hún eigi eftir að skila sér. Við höldum okkar stefnu að því leyti að við ætlum ekki í neitt loforðakapphlaup. Það er bara kjósenda að vega og meta okkar stefnu. Við verðum að treysta á að fólk veiti þessum sjónarmiðum fylgi. En núna er ég að detta inn á fund,“ segir Katrín hress í bragði. Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við fylgið,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna (VG) og oddviti flokksins í Reykjavík - norður, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokkanna mælist VG með 6,7 prósent fylgi. Það er talsverð lækkun frá síðustu könnun, þegar flokkurinn mældist með 8,1 prósent. Katrín var á leið á fund þegar fréttamaður Vísis náði tali af henni. „Ég á bara bágt með að skilja þetta þegar við sjáum það í skoðanakönnunum að kjósendur setji til að mynda málefni heilbrigðisþjónustunnar og velferðarkerfisins á oddinn eins og við erum að gera. Kjósendur eru að segja það í öðrum könnunum að þeir vilji ekki fleiri álver og vilji sjá fjölbreyttari atvinnustefnu, nákvæmlega eins og okkar stefna er. Þá auðvitað finnst mér það áhyggjuefni að sá flokkur sem hefur verið lengst til vinstri inni á þingi og hefur verið eini flokkurinn sem hefur tekið upp græna fánann sé við það að detta út af þingi.“ Það var þó enginn uppgjafartónn í formanninum þrátt fyrir fylgistapið. „Við auðvitað höldum áfram okkar kosningabaráttu og vonum að hún eigi eftir að skila sér. Við höldum okkar stefnu að því leyti að við ætlum ekki í neitt loforðakapphlaup. Það er bara kjósenda að vega og meta okkar stefnu. Við verðum að treysta á að fólk veiti þessum sjónarmiðum fylgi. En núna er ég að detta inn á fund,“ segir Katrín hress í bragði.
Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira