Ekki á leið í loforðakapphlaup Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2013 16:57 Katrín er ósátt við fylgið en gefst ekki upp. Mynd/Stefán „Ég er mjög ósátt við fylgið,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna (VG) og oddviti flokksins í Reykjavík - norður, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokkanna mælist VG með 6,7 prósent fylgi. Það er talsverð lækkun frá síðustu könnun, þegar flokkurinn mældist með 8,1 prósent. Katrín var á leið á fund þegar fréttamaður Vísis náði tali af henni. „Ég á bara bágt með að skilja þetta þegar við sjáum það í skoðanakönnunum að kjósendur setji til að mynda málefni heilbrigðisþjónustunnar og velferðarkerfisins á oddinn eins og við erum að gera. Kjósendur eru að segja það í öðrum könnunum að þeir vilji ekki fleiri álver og vilji sjá fjölbreyttari atvinnustefnu, nákvæmlega eins og okkar stefna er. Þá auðvitað finnst mér það áhyggjuefni að sá flokkur sem hefur verið lengst til vinstri inni á þingi og hefur verið eini flokkurinn sem hefur tekið upp græna fánann sé við það að detta út af þingi.“ Það var þó enginn uppgjafartónn í formanninum þrátt fyrir fylgistapið. „Við auðvitað höldum áfram okkar kosningabaráttu og vonum að hún eigi eftir að skila sér. Við höldum okkar stefnu að því leyti að við ætlum ekki í neitt loforðakapphlaup. Það er bara kjósenda að vega og meta okkar stefnu. Við verðum að treysta á að fólk veiti þessum sjónarmiðum fylgi. En núna er ég að detta inn á fund,“ segir Katrín hress í bragði. Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við fylgið,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna (VG) og oddviti flokksins í Reykjavík - norður, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokkanna mælist VG með 6,7 prósent fylgi. Það er talsverð lækkun frá síðustu könnun, þegar flokkurinn mældist með 8,1 prósent. Katrín var á leið á fund þegar fréttamaður Vísis náði tali af henni. „Ég á bara bágt með að skilja þetta þegar við sjáum það í skoðanakönnunum að kjósendur setji til að mynda málefni heilbrigðisþjónustunnar og velferðarkerfisins á oddinn eins og við erum að gera. Kjósendur eru að segja það í öðrum könnunum að þeir vilji ekki fleiri álver og vilji sjá fjölbreyttari atvinnustefnu, nákvæmlega eins og okkar stefna er. Þá auðvitað finnst mér það áhyggjuefni að sá flokkur sem hefur verið lengst til vinstri inni á þingi og hefur verið eini flokkurinn sem hefur tekið upp græna fánann sé við það að detta út af þingi.“ Það var þó enginn uppgjafartónn í formanninum þrátt fyrir fylgistapið. „Við auðvitað höldum áfram okkar kosningabaráttu og vonum að hún eigi eftir að skila sér. Við höldum okkar stefnu að því leyti að við ætlum ekki í neitt loforðakapphlaup. Það er bara kjósenda að vega og meta okkar stefnu. Við verðum að treysta á að fólk veiti þessum sjónarmiðum fylgi. En núna er ég að detta inn á fund,“ segir Katrín hress í bragði.
Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira