Frambjóðandi Framsóknar vildi endurupptöku kynferðisbrotamáls Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2013 13:12 Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal. Hjálmar Bogi Hafliðason, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifaði undir ákorun til stjórnvalda um að beita sér fyrir endurupptöku máls Jóns Dagbjartssonar, starfsmanns meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. Málið fór fyrir Hæstarétt, sem þyngdi dóminn um hálft ár. Stúlkurnar voru vistaðar á meðferðarheimilinu á vegum barnaverndaryfirvalda og voru sextán og átján ára þegar brotin voru framin, en í dómi Hæstaréttar kemur fram að þau hafi verið gróf. Málið vakti mikla athygli og þótti dómurinn sögulegur vegna þess að aldrei fyrr hafði sannast fyrir dómi að börn hefðu sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi. Í áskoruninni, sem alls 358 skrifuðu undir, var þess krafist að mál Jóns fengi „sanngjarna meðferð sem hann sannanlega fékk ekki á meðan það var rekið fyrir dómstólum“. „Þú færð náttúrlega engin svör, það er ekki það,“ sagði Hjálmar Bogi þegar fréttastofa Vísis spurði hann hvers vegna nafn hans væri að finna á listanum. „Ég ætla ekkert að kommenta á það.“Starfaði sjálfur á meðferðarheimilinu Hjálmar, sem starfar sem grunnskólakennari á Húsavík, skipar 5. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Miðað við fylgi flokksins í nýjustu könnunum er Hjálmar Bogi því öruggur inn sem varaþingmaður. Þrátt fyrir að vilja ekki tjá sig um veru sína á listanum segist Hjálmar Bogi þekkja Jón Dagbjartsson. „Ég bara þekki hann. Ég var sjálfur starfsmaður á þessu heimili á sínum tíma. Það er ekkert leyndarmál. Var þar tvö sumur sem sumarstarfsmaður.“ Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifaði undir ákorun til stjórnvalda um að beita sér fyrir endurupptöku máls Jóns Dagbjartssonar, starfsmanns meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. Málið fór fyrir Hæstarétt, sem þyngdi dóminn um hálft ár. Stúlkurnar voru vistaðar á meðferðarheimilinu á vegum barnaverndaryfirvalda og voru sextán og átján ára þegar brotin voru framin, en í dómi Hæstaréttar kemur fram að þau hafi verið gróf. Málið vakti mikla athygli og þótti dómurinn sögulegur vegna þess að aldrei fyrr hafði sannast fyrir dómi að börn hefðu sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi. Í áskoruninni, sem alls 358 skrifuðu undir, var þess krafist að mál Jóns fengi „sanngjarna meðferð sem hann sannanlega fékk ekki á meðan það var rekið fyrir dómstólum“. „Þú færð náttúrlega engin svör, það er ekki það,“ sagði Hjálmar Bogi þegar fréttastofa Vísis spurði hann hvers vegna nafn hans væri að finna á listanum. „Ég ætla ekkert að kommenta á það.“Starfaði sjálfur á meðferðarheimilinu Hjálmar, sem starfar sem grunnskólakennari á Húsavík, skipar 5. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Miðað við fylgi flokksins í nýjustu könnunum er Hjálmar Bogi því öruggur inn sem varaþingmaður. Þrátt fyrir að vilja ekki tjá sig um veru sína á listanum segist Hjálmar Bogi þekkja Jón Dagbjartsson. „Ég bara þekki hann. Ég var sjálfur starfsmaður á þessu heimili á sínum tíma. Það er ekkert leyndarmál. Var þar tvö sumur sem sumarstarfsmaður.“
Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira