Flokkarnir vilja lækka tryggingagjaldið sem hefur skilað millljörðum í kassann Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. apríl 2013 18:56 Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt. Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt.
Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira