Spurning hvort að Bjarni hafi sagt of mikið Boði Logason skrifar 12. apríl 2013 11:06 "Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. „Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“ Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RÚV í gærkvöldi að hann íhugaði að segja af sér sem formaður flokksins. Það sagðist hann gera eftir könnun Viðskiptablaðsins, sem sýndi að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður, myndi leiða flokkinn í komandi kosningum. Stefanía segir að engin dæmi séu um að formaður eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins hætti þegar rúmlega tvær vikur eru til kosninga, líkt og Bjarni gaf í skyn í gær. „Og það vegna persónulegra óvinsælda. Það er spurning hvort að þetta viðtal í gær snúi því við. Því það sem fólk er kannski að upplifa er að hann er einlægur og enginn svikahrappur, en því hefur verið haldið fram út Vafningsmálinu og að hann sé partur af einhverri útrásarelítu," segir Stefanía. Viðtalið við Bjarna hefur vakið mikla athygli enda fór meirihluti viðtalsins að ræða um stöðu hans sem formaður, fremur en stefnu flokksins. „Það er hrikalegt fyrir hann að standa í þessu, að vera einn talinn bera ábyrgð á fylgistapi flokksins og allt væri betra ef Hanna Birna væri formaður. Það er ekkert í hendi þó að Bjarni stígi til hliðar, það er ekkert sjálfgefið að allt komi til baka." Bjarni sagði í gær að hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína á næstu dögum, í dag eða á morgun. Stefanía segir að vinsældir Bjarna eigi eftir að aukast eftir viðtalið á RÚV í gær en „það er bara spurning hvort að hann hafi sagt of mikið í þessum þætti í gær og verði að stíga til hliðar. En svo gæti Hanna Birna komið sterk inn núna og sagt: Það er ekki í boði að hann hætti og við tökum þetta saman,“ segir hún og bendir á að það sem gæti komið í veg fyrir það að Bjarni myndi stíga til hliðar væri einhverskonar skoðanakönnun, sem sýnir svart á hvítu að vinsældir hans hafi aukist eftir viðtalið. En getur hann hætt sem formaður, þegar tvær vikur eru í kosningar? „Hann getur það, hann er auðvitað frjáls maður. En þá er það spurningin: Er það rétt greining á vandanum? Leysist allt ef Hanna Birna tekur við?“
Kosningar 2013 Vafningsmálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira