"Mikilvægur sigur fyrir flokkinn og þjóðina" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 20:49 Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. „Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“ Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Ég fagna þessum sigri og finnst hann mikilvægur bæði fyrir flokkinn og þjóðina, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um stórsigur flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Hann segir sigurinn ekki hafa komið sér á óvart. „Ég átti jafnvel von á stærri sigri miðað við það sem gerðist eftir að staðfesta flokksins fór að fá fylgi þegar Icesave-dómurinn féll og í ljós kom að flokkurinn hafði frammi réttan málflutning í málinu. Sem minnti aftur á þá miklu baráttu hans fyrir fjórum árum við að rétta við skuldir heimilanna eftir hrunið. Það björguðu menn peningunum en skuldirnar fóru upp úr þakinu og þar liggur náttúrlega tap ríkisstjórnarflokkanna.“ Guðni segir þá hafa svikið það að byggja skjaldborg um heimilin í landinu, og þau séu ennþá illa sett. „Svo má auðvitað ekki gleyma því að Framsóknarflokkurinn er endurnýjaður flokkur. Þetta er allt fólk sem er nýtt á vettvangi stjórnmálanna frá 2009 að mestu leyti og svo tólf nýjir þingmenn.“Ríkisstjórnarflokkarnir illa farnir Guðni segir ríkisstjórnarflokkana hafa fengið versta fall sem hann muni eftir að ríkisstjórnarflokkar hafi fengið. „Þeir eru sárir eftir úrslitin og illa farnir. Á meðan er Framsóknarflokkurinn búinn að ná sinni fyrri frægð og stöðu, og er orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum sem er nýtt líka, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem vinnur varnarsigur á lokametrunum, er langt frá sinni fyrri frægð hvað afla varðar.“ Guðni segir báða flokka geta myndað ríkisstjórnir með hvorum öðrum, eða þá þriggja flokka stjórn með öðrum flokkum. „Það gæti Framsóknarflokkurinn gert og Sjálfstæðisflokkurinn hið sama. Það verða auðvitað bara næstu dagar að skera úr um hvað gerist. Það sem ég kannski óttast er að menn reyni að einangra Framsóknarflokkinn og skilji heimilin þá eftir, og þau tækifæri sem Sigmundur Davíð hefur bent á tapist fólkinu í landinu“
Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira