Þögul Jóhanna virti blaðamenn ekki viðlits 28. apríl 2013 15:36 Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, fráfarandi forsætisráðherra, gaf ekki kost á tali við fréttamenn að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í dag. Fundur þeirra tók um fjörutíu mínútur, sem þykir vera nokkuð langur fundur þegar forsætisráðherra biðst lausnar. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt stuttan blaðamannafund eftir fund forsetans og forsætisráðherra. Á blaðamannafundinum sagðist hann hafa fallist á lausnarbeiðni forsætisráðherra. Hann hafi, venju samkvæmt óskað eftir því að ríkisstjórnin og ráðherrar myndu sitja áfram þrátt fyrir að hafa sagt af sér. Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG verður því starfsstjórn þar til ný ríkisstjórn tekur við á ríkisráðsfundi. „Í kjölfar kosninganna hef ég ákveðið að hefja á morgun viðræður við formenn allra flokka og óska eftir því að þeir eigi fundi með mér hér á Bessastöðum á morgun,“ sagði Ólafur Ragnar. Þessar viðræður myndu hefjast strax á hádegi og væntanlega ljúka þeim fyrir kvöldið. „Ég held að það sé nauðsynlegt í kjölfarið á þessum úrslitum að kynnast viðhofrum formanna allra þessara flokka,“ sagði hann. Þannig væri hægt að meta hverjum eigi að fela stjórnarmyndunarumboð. „Þótt öllu skipti hver staðan er á Alþingi i kjölfar kosninganna og þingstyrkur flokka ráði miklu um myndun ríkisstjórnar þá held ég að það sé ljóst í ljósi þeirra reynslu sem við höfum kynnst að mikilvægt sé að ekki sé bara traustur stuðningur við ríkisstjórinia á Alþingi heldur líka víðtæk sátt í samfélaginu. Það er eindregið mín skoðun að þó þingstyrkur sé mikilvæg forsenda þá hefur atburðarrásin sagt okkur að víðtæk sátt á meðal kjósenda sé mikilvæg forsenda þess að vel takist til í stjórnarfari,“ sagði Ólafur Ragnar. Ólafur Ragnar var spurður að því hvers vegna Jóhanna hafi farið bakdyramegin út af Bessastöðum. Ólafur Ragnar sagði að það hafi ekki haft neitt með efni fundar þeirra að gera heldur hafi hún einfaldlega metið stöðuna þannig að hún væri búinn að segja allt við fjölmiðla sem hún þurfti að segja. Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt“ ef þú vilt sjá blaðamannafundinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands.Mynd/Daníel Rúnarsson
Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira