Segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei hafa átt betur við en nú 28. apríl 2013 13:24 Mynd úr safni. Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“ Kosningar 2013 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Það var ágætt hljóðið í Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, þegar Sprengisandur sló á þráðinn til hans í dag. Hann sagði ýmsar ástæður skýra þá lélegu kosningu sem flokkurinn hlaur í Alþingiskosningunum sem fram fóru í gær. „Það má ekki gleyma því að þjóðir sem ganga í gegnum efnahagshrun jafna sig aldrei á því á fjórum árum. Fólk gerir ekki mikinn greinarmun á því af hverju lakari lífskjör og erfitt umhverfi stafar og fólk finnur að það nær ekki endum saman. Það er erfið staða út af fyrir sig, en er ekki endilega vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar. En auðvitað bitnar þetta á ríkisstjórn sem situr við þær aðstæður.“ Árni segir hugmyndina um breiðfylkingu jafnaðarmanna aldrei eiga betur við en nú. „Mér fannst Samfylkingin vera orðin of mikið eins og hefðbundinn valdaflokkur. Þegar við sjáum síðan að það myndast við hliðina á Samfylkingunni svigrúm fyrir alþjóðasinnaðan miðjuflokk eins og Bjarta Framtíð er það auðvitað ekki gott. Ef Samfylkingin væri trú breiðfylking jafnaðarmanna ætti ekki að myndast þetta svigrúm,“ segir Árni Páll og nefnir einnig sérstök framboð sem sprottið hafa upp um einstök afmörkuð mál. En hverja telur Árni Páll stöðu sína sem formanns vera eftir þessa lélegu kosningu? „Ég er nú í þeirri öfundsverðu stöðu meðal formanna flokka að hafa skýrt umboð flokksmanna...“ [„Þeir hafa það nú hinir líka er það ekki?“ spyr þáttastjórnandi] „Nei þeir hafa nefnilega umboð sinna landsfunda sem er eðlismunur. Þetta hefur háð til dæmis Bjarna Benediktssyni mjög. Ég hef skýrt umboð meira en sextíu prósent flokksmanna í Samfylkingunni. En þetta snýst ekki um mína persónu heldur hvort menn nái að skilja skilaboðin. Það verður að tengja betur við fólkið í landinu. Það er samfélagslega mikilvægt að hér fái þrifist stórir stjórnmálaflokkar, því þeir eru í eðli sínu betur í stakk búnir til þess að verja þjóðarhagsmuni.“ En er Árni Páll til í stjórnarmyndunarviðræður, standi þær til boða? „Ég á nú frekar von á því að ef til okkar yrði leitað varðandi stjórnarmyndun þá myndum við skoða það.“
Kosningar 2013 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent