"Ekki sjálfgefið að menn nái saman" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 11:51 Mynd/Daníel Rúnarsson „Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“ Kosningar 2013 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“
Kosningar 2013 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira