Framsóknarflokkurinn er stærstur í Suðurkjördæmi, en fyrstu tölur voru lesnar upp rétt eftir 10 í kvöld. Framsóknarflokkurinn fær fimm þingmenn og Sjálfstæðisflokkurinn fjóra í kjördæminu. Samfylkingin fær einn þingmann kjörinn. Aðrir flokkar ná ekki manni inn á þing i þessu kjördæmi.

