Fljúga frá New York til að upplifa íslenska kosninganótt Hugrún Halldórsdóttir skrifar 27. apríl 2013 19:03 Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum. Kosningar 2013 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Íslensk hjón sem búsett eru í New York flugu langa leið til þess eins að kjósa hér á landi og upplifa íslenska kosninganótt sem þau segja einstaka. „Ég kom á fimmtudaginn til þess að kjósa en fyrst og fremst til þess að taka þátt í kosningavökunni, sem er náttúrulega það skemmtilegasta sem til er í heimi. Ég er búinn að búa í sjö mismunandi löndum og hvergi er kosninganótt eins og á Íslandi. Þegar tölurnar byrja að koma frá ykkur á skjánum, allt breytist, það er svo skemmtilegt að fylgjast með þessu og greina. Ég er búin að gera þetta frá því ég var sex ára gamall með pabba," segir Magnús.Er ekki nóg að fylgjast með þessu á netinu? „Ó, nei. Þú verður að fá fólkið sem er með þér í partíunum til að tala um þetta og greina. Menn fljúga inn og út af þingi. Þetta er svo skemmtilegur tími."Hvernig líst þér á þennan áhuga eiginmannsins, Steinunn? „Ég tek þátt í því og mér finnst þetta mjög mikil stemning. Þegar við höfum þurft að vera erlendis í kosningum þá höfum við reynt að beintengja okkur og vera með mjög íslenska kosningavöku heima hjá okkur í New York eða Vín eða hvar sem við höfum verið," segir Steinunn. Og hjónin skella upp úr þegar fréttamaður spyr hvort að áhugamálið reynist ekki dýrt. „Ekki ef þú skipuleggur þig með nógu miklum fyrirvara. Kosningadagurinn er búinn að vera þekktur í nokkra mánuði."Eruð þið búin að panta far fyrir næstu kosningar? „Það er smá galli, það er ekki búið að tímasetja þær nákvæmlega en við erum búin að festa okkur nokkra eftir fjögur ár."Og þá er komið að stóru spurningunni, hver fær þessi rándýru atkvæði? „Mjög góður vinur minn er formaður Samfylkingarinnar, þannig að þú getur dregið þínar ályktanir," segir Magnús og hlær. Steinunn tekur undir þau orð: „Hann er líka vinur minn og ég ætla að kjósa hann."Er það kannski hann sem dregur ykkur til landsins? „Ó nei, það er kosningabaráttan íslenska," segir Magnús með tilþrifum.
Kosningar 2013 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira