Framsóknarmenn jákvæðari á Facebook Helga Arnardóttir skrifar 26. apríl 2013 18:50 Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira