Framsóknarmenn jákvæðari á Facebook Helga Arnardóttir skrifar 26. apríl 2013 18:50 Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Fólk er duglegra að deila neikvæðum fréttum um stjórnmálaflokkana á Facebook en jákvæðum. Oftast er fréttum um Sjálfstæðisflokkinn deilt á samfélagsmiðlinum en Framsóknarmenn deila frekar jákvæðari fréttum. Helga Arnardóttir veit meira um þetta mál. Samfélagsmiðillinn facebook hefur spilað veigamikið hlutverk í kosningabaráttunni síðustu vikur. Fjölmiðlavaktin hefur gert úttekt á fréttum sem fluttar hafa verið um framboðin í aðdraganda kosninganna frá 1.mars síðastliðnum til 23.apríl. Tengingar netfrétta við facebook er talning á hversu oft fréttum um framboðin er deilt, líkað við eða skrifaðar athugasemd við. Fréttir um Sjálfstæðisflokkinn eru með langflestar tengingar við facebook eða rúmlega 110.500 Samfylkingin kemur þar næst á eftir með tæplega 108.000 tengingar. Vinstri grænir eru með rúmlega 94.500 tengingar en Framsóknarflokkur tæplega 93.000. Björt framtíð er svo með tæplega 37.000 tengingar og Píratar rúmlega 31.500. Smærri framboðin eru svo með enn færri tengingar á facebook. Píratar hins vegar eru greinilega mjög duglegir á facebook og eru með langflestar tengingar per frétt eða rúmlega 250 talsins. Magnús Heimisson almannatengill hjá Fjölmiðlavaktinni segir líka talsverðan mun á því hversu mikið jákvæðum eða neikvæðum fréttum um framboðin er deilt á facebook. „Það er helmingi meiri dreifing á neikvæðum fréttum um framboðin heldur en jákvæðum,“ segir Magnús. „Það er reyndar ein undantekning, við sjáum að Framsóknarflokknum gengur aðeins betur að koma jákvæðum fréttum á framfæri þar sem dreifing á þeim er meiri heldur en hjá öllum öðrum framboðum. Hún er í kringum þrjátíu prósent meiri sem vekur auðvitað spurningar um mikilvægi samfélagsmiðla í dag og hvort allir flokkarnir séu að sinna þessum málum vel,“ bætir hann við. Hann telur stjórnmálaflokkanna ef til vill vanmeta þann mátt sem samfélagsmiðlarnir hafa í kosningunum. „Og ekki síður fyrir nýja kjósendur eða markhóp sem kannski les ekki blöðin, hlustar minna á fréttir og les eingöngu netfréttir, sem sagt yngri markhópurinn,“ segir Magnús að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira