„Ekkert vit í því að taka slíkri áskorun“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. apríl 2013 12:34 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. „Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“ Kosningar 2013 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“
Kosningar 2013 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira