Tólf þúsund eintök af framsóknarblaði í vitlaust kjördæmi VG skrifar 22. apríl 2013 19:50 Forsíða Dagur Austri sem meðal annar Ísfirðingar fengu inn um lúguna. „Ég er búinn að frétta af blaðinu á Ísafirði og á Hvammstanga,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, ritstjóri framsóknarblaðsins, Dagur Austri, sem kom út í dag og átti að dreifa í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins - Norðausturkjördæmi. Það vildi þó ekki betur til en að tólf þúsund eintök, af sextán þúsund, enduðu í næsta kjördæmi, það er að segja Norðvesturkjördæmi. „Þetta uppgötvaðist í morgun,“ útskýrir Stefán Bogi en það var Pósturinn sem átti að dreifa blaðinu. Þegar í ljós kom að það átti eftir að dreifa fjögur þúsund eintökum áttuðu menn sig á mistökunum. Blaðið, sem prýðir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á forsíðu undir fyrirsögninni „Þetta kjördæmi bjó mig til sem pólitíkus“ endaði meðal annars á Ísafirði og á Hvammstanga. „Það er verið að vinna í því að kalla þetta til baka,“ segir Stefán Bogi en ekki er búið að bera öll blöðin út í hús þó þau hafi verið send í vitlaust kjördæmi. Því er Stefán nokkuð bjartsýnn á endurheimtur, þó staðan skýrist ekki fyrr en í fyrramálið.Stefán Bogi Sveinsson tekur mistökunum af stóiskri ró.Stefán Bogi tekur mistökunum af stóískri ró. Spurður um áhrif þess að senda svo mörg eintök í vitlaust kjördæmi svarar hann: „Þetta er nú svona frekar óheppilegt stress á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Stefán Bogi kvíðir þó ekki að mistök póstsins eigi eftir að hafa mikil áhrif á baráttuna, enda Framsóknarflokkurinn alltaf verið mjög sterkur í Norðausturkjördæmi. „Annars er þetta fyrirmyndarblað og allir íbúar í Vestrinu ættu að hafa gaman af því að lesa það. Það er nú samt frekar hugsað fyrir íbúana í Norðausturkjördæmi,“ segir Stefán Bogi. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að fá blaðið inn um lúguna þá er hægt að nálgast það á vef Framsóknarflokksins. Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Ég er búinn að frétta af blaðinu á Ísafirði og á Hvammstanga,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, ritstjóri framsóknarblaðsins, Dagur Austri, sem kom út í dag og átti að dreifa í kjördæmi formanns Framsóknarflokksins - Norðausturkjördæmi. Það vildi þó ekki betur til en að tólf þúsund eintök, af sextán þúsund, enduðu í næsta kjördæmi, það er að segja Norðvesturkjördæmi. „Þetta uppgötvaðist í morgun,“ útskýrir Stefán Bogi en það var Pósturinn sem átti að dreifa blaðinu. Þegar í ljós kom að það átti eftir að dreifa fjögur þúsund eintökum áttuðu menn sig á mistökunum. Blaðið, sem prýðir Sigmund Davíð Gunnlaugsson á forsíðu undir fyrirsögninni „Þetta kjördæmi bjó mig til sem pólitíkus“ endaði meðal annars á Ísafirði og á Hvammstanga. „Það er verið að vinna í því að kalla þetta til baka,“ segir Stefán Bogi en ekki er búið að bera öll blöðin út í hús þó þau hafi verið send í vitlaust kjördæmi. Því er Stefán nokkuð bjartsýnn á endurheimtur, þó staðan skýrist ekki fyrr en í fyrramálið.Stefán Bogi Sveinsson tekur mistökunum af stóiskri ró.Stefán Bogi tekur mistökunum af stóískri ró. Spurður um áhrif þess að senda svo mörg eintök í vitlaust kjördæmi svarar hann: „Þetta er nú svona frekar óheppilegt stress á lokametrunum í kosningabaráttunni.“ Stefán Bogi kvíðir þó ekki að mistök póstsins eigi eftir að hafa mikil áhrif á baráttuna, enda Framsóknarflokkurinn alltaf verið mjög sterkur í Norðausturkjördæmi. „Annars er þetta fyrirmyndarblað og allir íbúar í Vestrinu ættu að hafa gaman af því að lesa það. Það er nú samt frekar hugsað fyrir íbúana í Norðausturkjördæmi,“ segir Stefán Bogi. Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að fá blaðið inn um lúguna þá er hægt að nálgast það á vef Framsóknarflokksins.
Kosningar 2013 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira