Telur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks líklegustu niðurstöðuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2013 18:40 Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. Kosningar 2013 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson.
Kosningar 2013 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Sjá meira