Telur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks líklegustu niðurstöðuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2013 18:40 Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. Kosningar 2013 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson.
Kosningar 2013 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira