Skoppa og Skrítla mæta á hjólasöfnun 3. maí 2013 09:32 Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Wow Cyclothon Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppninnar Wow Cyclothon hefst í dag. Þetta er í annað sinn sem staðið er fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga, en söfnunin stendur til 3. júní 2013. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar, Hringrásar og Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Þau verða gerð upp og eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól. Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og í gegnum Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Nemendur í 4. bekk Langholtsskóla fylkja liði í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum klukkan 11 í dag og hleypa söfnuninni formlega af stokkunum með söng og leik ásamt Skoppu og Skrítlu. Hjólin verða síðan gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent í júní. Þann 1. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg á Hjólaviðgerðardeginum mikla í Hörpu þegar lokahnykkur viðgerða fer fram. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk fylgst með og skráð sig til þátttöku í viðgerðum. Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum: · Gámaþjónustan - Berghellu í Hafnarfirði og Súðarvogi í Reykjavík · Hringrás - Klettagörðum í Reykjavík · Sorpa - Dalvegi í Kópavogi, Breiðhellu í Hafnarfirði og Sævarhöfða í ReykjavíkHreyfing og heilbrigði Öll áheit á keppnislið í alþjóðlegu hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon renna í sjóð sem stendur straum af verkefnum Barnaheilla sem snúa að heilbrigði og hreyfingu. Verkefnin byggja á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Nú er í gangi tilraunaverkefni sem stuðlar að því að efla hreyfingu og heilbrigði barna sem hafa af ýmsum ástæðum ekki fundið sig í hefðbundnum skólaíþróttum eða skipulögðu íþróttastarfi. Verkefnið er enn í mótun en að auki styður sjóðurinn forvarnir og fræðslustarf. Aðal markmið þeirra verkefna sem sjóðurinn styður er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum. WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi og fór fram í fyrsta sinn á síðasta ári. Keppnin fer fram dagana 19. - 22. júní þegar miðnætursólar nýtur gjarnan við. Fjögurra til tíu manna lið keppast sín á milli um að komast fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1.332 kílómetra, hringinn í kringum landið. Öll áheit á hjólaliðin renna óskipt til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi sem vinna að réttindum barna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi.
Wow Cyclothon Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira