Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ætla að hittast aftur í dag til að fara yfir stöðu mála. Þeir hittust í gær til að ræða málin og mun fundur þeirra hafa staðið yfir langt fram á kvöld. Eins og fram hefur komið er eini möguleikinn á tveggja flokka ríkisstjórn, stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en flokkarnir fengu kjörna nítján þingmenn hvor.
Bjarni og Sigmundur hittast aftur í dag
Jón Hákon Halldórsson skrifar
