Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á í kvennaboltanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2013 11:18 Úr leik Þór/KA og Selfoss í Pepsi-deild kvenna sumarið 2012. Mynd/Auðunn Níelsson „Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32
Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49