Engin augljós lausn hjá McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 10. maí 2013 21:15 McLaren er ekki nærri því komið í endamark með að leysa vandamálin sín. McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni. Liðið uppfærði yfirbyggingu bílsins mikið fyrir kappaksturinn um helgina en þær uppfærslur duga greinilega ekki í baráttunni við hin toppliðin, hvað þá liðin fyrir miðja deild. Liðið viðurkennir nú að vandamálin séu stærri en svo að hægt sé að leysa þau milli móta. Sam Michael, einn stjórnenda liðsins, sagði við blaðamenn í dag að það væru samlegðaráhrif nokkurra veigamikilla atriða sem væru að plaga liðið. Þau vandamál yrðu ekki leyst í flýti. „Við vitum hvaða hlutar það eru sem við verðum að lagfæra, við vitum hvar vandamálið liggur og við vitum að það er í ferli. Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Michael. „Stærsu mistökin sem þú getur gert þegar maður stendur sig illa eða ekki samkvæmt væntingum er að reiða sig á einhverja töfralausn. Hún mun aldrei koma. Þess vegna höfum við takmarkaðar væntingar til þessa tímabils svo fólk haldi nú ekki að við séum vongóðir.“ Formúla Tengdar fréttir Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni. Liðið uppfærði yfirbyggingu bílsins mikið fyrir kappaksturinn um helgina en þær uppfærslur duga greinilega ekki í baráttunni við hin toppliðin, hvað þá liðin fyrir miðja deild. Liðið viðurkennir nú að vandamálin séu stærri en svo að hægt sé að leysa þau milli móta. Sam Michael, einn stjórnenda liðsins, sagði við blaðamenn í dag að það væru samlegðaráhrif nokkurra veigamikilla atriða sem væru að plaga liðið. Þau vandamál yrðu ekki leyst í flýti. „Við vitum hvaða hlutar það eru sem við verðum að lagfæra, við vitum hvar vandamálið liggur og við vitum að það er í ferli. Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Michael. „Stærsu mistökin sem þú getur gert þegar maður stendur sig illa eða ekki samkvæmt væntingum er að reiða sig á einhverja töfralausn. Hún mun aldrei koma. Þess vegna höfum við takmarkaðar væntingar til þessa tímabils svo fólk haldi nú ekki að við séum vongóðir.“
Formúla Tengdar fréttir Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16