Golf

Sögulegur sigur hjá Manassero

Manassero hæstánægður.
Manassero hæstánægður.

Ítalinn Matteo Manassero varð um helgina yngsti kylfingurinn sem vinnur PGA-meistaramótið í golfi. Hann vann þá sigur á Simon Khan og Marc Warren í umspili.

Hinn tvítugi Manassero vann sigur á fjórðu umspilsholu er hann setti niður pútt fyrir fugli.

Þetta var fjórði titill Manassero á Evrópumótaröðinni. Hann er 60 dögum yngri en Bernard Gallacher var er hann vann PGA-meistaramótið árið 1969.

"Þetta hefur verið ævintýraleg vika. Mér leið þannig allan tímann að ég gæti afrekað eitthvað sögulegt á mótinu. Það er enginn hamingjusamari á jörðinni í dag en ég," sagði Manassero og brosti allan hringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×