Fótbolti

Reykjavíkurstrákarnir lönduðu gullinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Glæsilegir fulltrúar Reykjavíkur í Kaupmannahöfn.
Glæsilegir fulltrúar Reykjavíkur í Kaupmannahöfn. Mynd/ÍBV

Reykjavíkurúrvalið í knattspyrnu drengja á aldrinum 13-14 ára vann grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda sem fram fer í Kaupmannahöfn þessa vikuna.

Reykjavík vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í fjórum leikjum, sem eins og nafn mótsins gefur til kynna voru gegn liðum skipuðum drengjum frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn, Helsinki og Osló. Reykjavík hefur tvisvar áður sigrað í knattspyrnukeppni mótsins, árin 2011 og 2006.

Reykjavíkuliðið vann 5-1 sigur á Kaupmannahöfn, 6-4 sigur á Helsinki, 4-1 sigur á Osló og gerði 1-1 jafntefli við Stokkhólm.

Reykjavíkurliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Benedikt Darís Garðarsson Fjölnir

Djordje Panic Fjölnir

Fannar Örn Fjölnisson Fjölnir

Hallvarður Óskar Inguson Fjölnir

Ísak Atli Kristjánsson Fjölnir

Torfi Gunnarsson Fjölnir

Magnús Snær Dagbjartsson Fram

Óli Anton Bieltvedt Fram

Alexander Mar Sigurðsson Fylkir

Arnór G. Brynjólfsson Fylkir

Kolbeinn Birgir Finnsson Fylkir

Valdimar Ingimundarson Fylkir

Guðmundur Andri Tryggvason KR

Óliver Thorlacius KR

Sölvi Björnsson KR

Nánari umfjöllun um einstaka leiki má finna á heimasíðu ÍBR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×