Enski boltinn

Carroll stóðst læknisskoðun hjá West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Andy Carroll verði leikmaður West Ham en hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu í gær.

Carroll var í láni hjá West Ham frá Liverpool á síðustu leiktíð og er kaupverðið sagt vera um fimmtán milljónir punda. Liverpool keypti hann frá Newcastle fyrir 35 milljónir í janúar 2011.

Carroll skoraði sjö mörk í 24 leikjum með West Ham á nýliðnu tímabili en lenti einnig í meiðslavandræðum. Hann stóðst þó læknisskoðunina auðveldlega.

Hann fær sex ára samning hjá West Ham, eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×