Golf

Haraldur byrjar vel í Bretlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/GVA
Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistarinn í golfi, byrjaði vel á Opna breska áhugamannamótinu sem hófst í Englandi í gær.

Haraldur spilaði fyrsta hringinn á 72 höggum, einu yfir pari vallarins, og er í ellefta sæti ásamt tólf öðrum kylfingum. Efstu menn spiluðu á tveimur höggum undir pari í gær.

Keppni heldur áfram í gær og á Haraldur góðan möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn. 64 efstu komast áfram eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson taka einnig þátt en eru talsvert neðar. Guðmundur Ágúst spilaði á 80 höggum og Axel á 81 höggi. Þeir þurfa að spila mun betur í dag til að eiga möguleika á að komast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×