Golf

Haraldur: Hafði ekki áhyggjur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistari í golfi, segir að mestu máli skiptir að vera í góðri stöðu fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu.

Haraldur var með fimm högga forystu á Birgi Leif Hafþórsson fyrir daginn en sá síðarnefndi minnkaði forystuna í tvö högg í dag.

„Ég er mjög ánægður með að vera í forystu fyrir lokadaginn og hefði þegið þá stöðu fyrir mótið,“ sagði Haraldur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Þetta var fínn hringur hjá mér í dag en Birgir Leifur var mjög góður. Það var lélegur kafli hjá mér en ég kvarta ekki.“

Birgir Leifur sótti stíft að Haraldi í dag en sá síðarnefndi hafði ekki áhyggjur af því. „Þetta snýst bara um að vera í góðri stöðu fyrir lokadaginn.“

Hann var ánægður með aðstæður í dag en fjölmargir áhorfendur fylgdust með í blíðunni á Korpúlfsstaðavelli í dag.

„Þetta er einhver flottast umgjörð sem ég hef séð á golfmóti á Íslandi. Það er mjög gaman að spila hérna.“


Tengdar fréttir

Valdís Þóra: Kom á óvart

Valdís Þóra Jónsdóttir deilir forystunni með Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur eftir þrjá fyrstu keppnisdagana á Íslandsmótinu í höggleik.

Birgir Leifur saxaði á forystu Haraldar

Haraldur Franklín Magnús, ríkjandi Íslandsmeistari, er með tveggja högga forystu fyrir lokakeppnisdaginn á Íslandsmótinu á morgun.

Guðmundur Ágúst: Ég vildi meira

Guðmundur Ágúst Kristjánsson spilaði vel á Íslandsmótinu í höggleik í dag og var nálægt dagsgömlu vallarmeti Ólafs Björns Loftssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×