Golf

Guðrún Brá með tvö högg í forystu eftir fyrsta dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðrún Brá er í banastuði á Korpúlfsstaðavelli.
Guðrún Brá er í banastuði á Korpúlfsstaðavelli. Mynd/Stefán
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK spilaði fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í höggleik á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Guðrún hefur tveggja högga forystu á næstu kylfinga.

Halla Björk Ragnarsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, báðar úr GR, spiluðu hringinn á 73 höggum eða einu höggi yfir pari.

Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Valdís Þóra Jónsdóttir, spilaði á 76 höggum og er því sex höggum á eftir Guðrúnu Brá sem hefur forystu.

Stöðu efstu kylfinga má sjá hér.


Tengdar fréttir

Titilvörnin hafin með stæl

Haraldur Franklín Magnús úr GR spilaði fyrsta hringinn á Íslandsmótinu í höggleik á Korpu á þremur höggum undir pari vallarins.

Eins og að spila á alvöru móti erlendis

Íslandsmótið í höggleik hefst á Korpúlfsstaðavelli í dag en völlurinn skartar sínu fegursta eftir að nýjar holur voru nýlega teknar í notkun. Allir okkar bestu kylfingar taka þátt í mótinu að þessu sinni og eru áhorfendur sérstaklega boðnir velkomnir í Korpuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×