Tökum ábyrgðina á kæru kynferðisbrots af brotaþolum Helga Vala Helgadóttir og Héraðsdómslögmaður skrifa 22. júlí 2013 00:01 Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Tengdar fréttir Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40 Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15 Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það felst mikil ábyrgð í því að ganga inn á lögreglustöð og kæra einhvern fyrir brot. Samfélagið hefur tekið af okkur hnefaréttinn og fært þetta vald lögreglunni og dómsvaldinu í landinu. Þess vegna tel ég mikilvægt að við horfum á það hvernig við högum því valdi sem felst í ákvörðun um rannsókn, kæru og ákæru vegna kynferðisbrota. Í praksís er þetta þannig að sé framið kynferðisbrot þá er þess krafist að lögð sé fram kæra af hálfu brotaþola. Þá fyrst hefst rannsókn málsins. Einstaka sinnum er um það að ræða að lögregla er kölluð á staðinn, rannsóknarhagsmunir krefjast þess að rannsókn sé hafin, brotamaður handtekinn og vettvangur rannsakaður. Engu að síður er þess krafist að brotaþoli leggi inn kæruna. Oft og tíðum er fyrsta vitneskja lögreglu af kynferðisbroti þegar starfsfólk Neyðarmóttöku hefur samband við lögreglu eða þegar brotaþoli kærir til lögreglu. Hvernig sem lögreglan kemst á snoðir um brotið þá er þess alltaf krafist að brotaþoli eða forráðamaður hans kæri brotið svo hægt sé að halda áfram með málið. Þarna vil ég sjá breytingar. Það felst mikil ábyrgð í því að leggja fram kæru. Sum brot eru þess eðlis að sá brotlegi hefur, vegna tengsla við brotaþola, áfram ægivald yfir brotaþola. Þá verður ákvörðun um kæru enn þyngri og flóknari þrátt fyrir það svívirðilega brot sem framið hefur verið. Auk þess gríðarlega áfalls sem brotaþoli hefur orðið fyrir bætist við álag vegna þrýstings frá hinum brotlega, vinum eða mögulega fjölskyldu hans að leggja ekki fram kæru. Valdið er sett í hendur brotaþola. Þannig gerist það ítrekað að brotaþoli þorir alls ekki að leggja fram kæru vegna hótana hins brotlega um frekara ofbeldi verði brotið kært. Rökin fyrir því að setja ábyrgðina um kæru í hendur brotaþola eru þau að án hans aðstoðar verði lítið úr rannsókninni þar sem í þessum málum er oft eingöngu að finna eitt vitni að brotinu, brotaþola sjálfan. Orð á móti orði eru sögð rökin gegn því að hefja málsmeðferð án kæru brotaþola. Ég vil sjá okkur snúa ábyrgðinni við og að lögregla hefji þegar í stað rannsókn máls eftir að lögreglu berst vitneskja um brotið nema brotaþoli krefjist þess eindregið að rannsókn fari ekki fram. Þannig fer frumkvæði málsins af herðum brotaþola og yfir til þeirra er ábyrgðina hafa, lögreglunnar í landinu. Slíkt fyrirkomulag þekkist vegna annarra ofbeldisbrota og ætti því einnig að vera brúkað í þessum málum. Hinn brotlegi, vinir hans og fjölskylda, geta þá ekki beitt brotaþola þrýstingi og kennt brotaþola um, fari lögreglan af stað með rannsókn málsins.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Kúrinn Ég á þrjú ár eftir í þrítugt. Ég er ekkert rosalega gömul. En þegar ég var að alast upp voru skilaboðin eitthvað á þá leið,að æðsta dyggð ungrar konu væri að kunna að láta ganga á eftir sér. 21. júlí 2013 14:40
Takk, stelpur Ég er gangandi ógn. Í sögulegu tilliti. Ef fólk myndi láta tölfræði stýra fyrstu kynnum sínum myndu stelpur hlaupa þegar ég nálgast. Í frábæru uppistandi bendir grínistinn Louis CK á það hvers lags fífldirfsku stelpur sýna þegar þær fallast á að fara út með strákum. Einar. Að kvöldi til. Hann bendir á að það sé í raun algjör geðveiki. 19. júlí 2013 16:15
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar