Málmhaus heimsfrumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. ágúst 2013 11:20 Ragnar fylgir myndinni til Toronto. samsett mynd Málmhaus, kvikmynd Ragnars Bragasonar, hefur verið valin inn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum og um er að ræða heimsfrumsýningu. Ragnar segir það mikinn heiður að fá að frumsýna á hátíðinni, en hann verður viðstaddur frumsýninguna ásamt framleiðendunum Árni Filippussyni, Davíð Óskari Ólafssyni og aðalleikkonunni Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.“ Fulltrúi frá hátíðinni kom hingað til lands og fékk að sjá óklárað eintak af myndinni. „Hann horfði á myndina frekar grófa. Það var búið að klippa en allt útlit og hljóð á grunnstigum, en hann virðist hafa séð í gegnum það. En myndin er tilbúin núna og bíður frumsýningar.“ Málmhaus er frumsýnd 11. október í Háskólabíó og Smárabíó, en hún segir frá ungri stúlku sem leitar í þungarokk til að takast á við fjölskylduharmleik. „Þetta er lítil fjölskyldusaga úr íslenskri sveit á 9. og 10. áratug síðustu aldar og segir frá fjölskyldu sem býr á kúabúi og þarf að eiga við fjölskylduharmleik, og hvernig dóttirin höndlar hann með því að leita í þungarokk. Hana dreymir um að vera þungarokksstjarna og spilar tónlist foreldrum sínum og sveitungum til meiri ama en skemmtunar.“Megadeth og Geirmundur í bland Ragnar segir mikið af erlendu þungarokki í myndinni frá þessum árum. „Það er mikið af gamalli klassík sem fólk kannast við sem hlustaði á þessa tónlist. Hljómsveitir eins og Judas Priest og Megadeth og fleira. En við erum líka með íslensku sveitastemninguna á móti. Geirmund Valtýs og svona. Það eru kontrastar í þessu.“ Að sögn Ragnars var bæði langt og flókið ferli að fá réttinn til að nota erlendu tónlistina og tók það um eitt og hálft ár að ganga frá réttindum áður en farið var í tökur. „Þetta liggur nú yfirleitt ekki á sömu hendi, flutnings- og upptökuréttur, þannig að þetta fór langa leið í gegnum plötufyrirtæki og réttindaskrifstofur erlendis. Og það kostar alveg skilding, en við náðum að sannfæra fólk um að við værum á litlu málsvæði og myndin væri lítil og sjálfstæð þannig að við vorum kannski ekki alveg rukkuð um Hollywood-prísa.“ Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Málmhaus, kvikmynd Ragnars Bragasonar, hefur verið valin inn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Toronto sem hefst þann 5. september. Hátíðin er meðal virtustu kvikmyndahátíða í heiminum og um er að ræða heimsfrumsýningu. Ragnar segir það mikinn heiður að fá að frumsýna á hátíðinni, en hann verður viðstaddur frumsýninguna ásamt framleiðendunum Árni Filippussyni, Davíð Óskari Ólafssyni og aðalleikkonunni Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur. „Þetta er ein af þessum stærri hátíðum og einhverjar þúsundir mynda sem sækja um að komast inn þannig að það er alltaf ákveðinn gæðastimpill að ná að frumsýna þarna. Svo opnar þetta líka möguleika fyrir frekari dreifingu og sölu á myndinni.“ Fulltrúi frá hátíðinni kom hingað til lands og fékk að sjá óklárað eintak af myndinni. „Hann horfði á myndina frekar grófa. Það var búið að klippa en allt útlit og hljóð á grunnstigum, en hann virðist hafa séð í gegnum það. En myndin er tilbúin núna og bíður frumsýningar.“ Málmhaus er frumsýnd 11. október í Háskólabíó og Smárabíó, en hún segir frá ungri stúlku sem leitar í þungarokk til að takast á við fjölskylduharmleik. „Þetta er lítil fjölskyldusaga úr íslenskri sveit á 9. og 10. áratug síðustu aldar og segir frá fjölskyldu sem býr á kúabúi og þarf að eiga við fjölskylduharmleik, og hvernig dóttirin höndlar hann með því að leita í þungarokk. Hana dreymir um að vera þungarokksstjarna og spilar tónlist foreldrum sínum og sveitungum til meiri ama en skemmtunar.“Megadeth og Geirmundur í bland Ragnar segir mikið af erlendu þungarokki í myndinni frá þessum árum. „Það er mikið af gamalli klassík sem fólk kannast við sem hlustaði á þessa tónlist. Hljómsveitir eins og Judas Priest og Megadeth og fleira. En við erum líka með íslensku sveitastemninguna á móti. Geirmund Valtýs og svona. Það eru kontrastar í þessu.“ Að sögn Ragnars var bæði langt og flókið ferli að fá réttinn til að nota erlendu tónlistina og tók það um eitt og hálft ár að ganga frá réttindum áður en farið var í tökur. „Þetta liggur nú yfirleitt ekki á sömu hendi, flutnings- og upptökuréttur, þannig að þetta fór langa leið í gegnum plötufyrirtæki og réttindaskrifstofur erlendis. Og það kostar alveg skilding, en við náðum að sannfæra fólk um að við værum á litlu málsvæði og myndin væri lítil og sjálfstæð þannig að við vorum kannski ekki alveg rukkuð um Hollywood-prísa.“
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira