Fórnarlamba flugslyssins minnst Jakob Bjarnar skrifar 7. ágúst 2013 10:31 Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður fórust í flugslysinu. Þeirra verður minnst í kvöld í Glerárkirkju. Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag, verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Flak vélarinnar verður flutt til Reykjavíkur í dag til nánari rannsóknar og hefur framleiðandi vélarinnar lýst áhuga á að fá að skoða flakið. Að sögn Daníels Guðjónssonar yfirlögregluþjóns á Akureyri er rannsóknin enn á frumstigi og engin augljós vísbending er um hvað fór úrskeiðis. Hann telur að rannóknin geti tekið vikur og jafnvel mánuði. Engin flugriti er í vélinni, þar sem ekki eru gerðar kröfur um það í vélum sem þessum, en nú er verið að ræða við vitni að slysinu og fara yfir öll gögn um vélina. Framleiðandinn, Beechcraft, hefur lýst áhuga á að fylgjast með rannsókninni og fá að skoða flakið. Það verður væntanlega vistað í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld. Í fréttatilkynningu sem Mýflug sendi frá sér nú fyrir stundu kemur fram að þeir sem fórust í slysinu voru þeir Páll Steindór Steindórsson flugstjóri og Pétur Róbert Tryggvason, sjúkraliðs- og sjúkraflutningamaður. Þá segir að flugmaðurinn sem lifði verði ekki nafngreindur af félaginu. Þar segir jafnframt að vettvangsrannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa sé um það bil lokið og við taki vinna við að skýra út hvað gerðist og hvernig megi koma í veg fyrir sambærileg slys í framtíðinni. „Við viljum þakka þá hófsemi og virðingu sem sýnd hefur verið í umfjöllun og umræðum um slysið. Við þökkum þá hjálp, hlýju og fjölmörgu kveðjur sem okkur hafa borist. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Reglulegar tilkynningar hætta nú að berast. Málið er komið á þann stað að lítið verður af því að segja um hríð. Ég vil þakka ykkur fjölmiðlamönnum sérstaklega vandaðan fréttaflutning. Af því er sómi,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Bjarni Jónsson flugöryggisfulltrúi Mýflugs ritar.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira