„Það stóð allt í ljósum logum“ Pétur Guðjónsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. ágúst 2013 19:13 MYND/DANÍEL Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“ Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Vettvangsrannsókn á slysstað í Hlíðarfjalli þar sem sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í gær er að mestu lokið. Sjónarvottur segist hafa séð flugvélina tætast í sundur á brautinni og að í raun sé kraftaverk að enginn hafi orðið fyrir brakinu. Mennirnir tveir hétu Páll Steindór Steindórsson, flugstjóri, og Pétur Róbert Tryggvason, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður. Páll var 46 ára gamall og lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Pétur var 35 ára. Hann var ókvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Rannsókn Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er á frumstigi og eru tildrög slyssins enn óljós. Vettvangsrannsókn lögreglunnar á Akureyri lauk í dag. Brak flugvélarinnar verður fjarlægt á næstu dögum en skýrslutökur standa enn yfir. Flugvélin var á vegum Mýflugs en hún brotlenti á öðrum tímanum í gær með þrjá um borð. Líðan þriðja mannsins þykir góð miðað við það sem á gekk. Vinir og ættingjar heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Sigurður Bjarni Jónsson, flugöryggisfulltrúi Mýflugs, segir atburði síðasta sólarhrings hafa fengið mjög á starfsfólk félagsins. „Dagurinn í dag hefur farið í að halda utanum okkar hóp. Við hittum einnig samstarfsfólk okkar hjá Slökkvilið Akureyrar og þar gátu menn talað saman. Þar kom ánægjulegur og eindregin samhugur manna um að láta þennan skelfilega atburð ekki skyggja á það starf sem unnið hefur verið í að byggja upp sjúkraflug á Akureyri,“ segir Sigurður Bjarni. „Ég er bara virkilega þakklátur fyrir þetta lið sem hér er til staðar.“Axel Daði ÞórhallssonFlugvélin hafnaði á akstursíþróttabraut í Hlíðarfjalli. Fjöldi fólks var þar samankominn til að fylgjast með kvartmílu og það þykir með ólíkindum brak úr vélinni hafi ekki hafnað á áhorfendum. Axel Daði Þórhallsson var að keppa í spyrnu þegar flugvélin hrapaði. „Ég var nýbúinn að standa upp úr bílnum mínum og stóð við hliðina á ungum dreng. Saman horfum við á flugvélina reka vinstri vænginn niður í malbikið, hann rifnar af og flugvélin sprakk,“ segir Axel Daði. „Það stóð allt í ljósum logum.“ „Þetta var óraunverulegt. Þú horfir á flugvél koma þarna niður og tætast í sundur. Maður frýs, ég gat ekki hreyft mig. Það var ekki fyrr en hitinn frá sprengingunni skall á mér sem ég hljóp. Þá reif ég drenginn sem stóð hjá mér og hljóp með hann í burtu.“ „Ég hefði ekki viljað standa nær þessu. Sem betur fer slasaðist enginn á jörðu niðri og það er í sjálfu sér kraftaverk. Þarna rigndi niður braki, stélið endaði í pyttinum. Við erum fegnir að það voru ekki fleiri í keppninni, þá hefði pytturinn verið fullur af fólki.“Sp.blm. Hvernig líður þér í dag? „Maður er tómur,“ segir Axel Daði. „Þetta er rosalega skrýtin tilfinning. Manni datt ekki í hug að maður yrði vitni að slíku.“
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira