Lagerback: Stærstu vonbrigðin að nýta færin ekki betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2013 22:35 Alfreð Finnbogason á ferðinni í kvöld. Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var nokkuð sáttur með leik liðsins í kvöld en Ísland vann þá 1-0 sigur á slöku liði Færeyjar. Lagerback var þó vonsvikinn að íslenska liðið nýtti ekki fleiri færi í leiknum. „Það er alltaf erfitt að spila við Færeyinga því þeir eru vel skipulagt lið sem spilar með marga menn í vörninni og eru með líkamlega sterka leikmenn," sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum en við vildum ekki pressa þá hátt á vellinum því vorum að reyna að spila svipað og við komum til með að gera á móti Svisslendingum. Það gekk mun betur í seinni hálfleiknum og kannski voru þeir líka orðnir svolítið þreyttir," sagði Lars. „Ég talaði um það við leikmenn í hálfleik að vera duglegri að skipta um stöður og þá sérstaklega átti það við bakverði og vængmenn. Við stilltum líka upp sóknafjarfari miðju en við erum vanalega með í seinni hálfleiknum og settum þá Eið Smára inn á miðjuna. Það kom sér vel á móti svona liði og það gekk betur í seinni hálfleik," sagði Lars. „Þetta var frekar góður leikur hjá okkur en stærstu vonbrigðin er að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk því liðið fékk það mörg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við sköpuðum líka þrjú góð færi í fyrri hálfleiknum. Vonandi koma mörkin bara í staðinn á móti Albaníu og Sviss," sagði Lars. „Við hefðum getað náð betri úrslitum úr þessum leik ef að við hefðum beitt meiri hápressu í fyrri hálfleiknum en ég vildi ekki gera það því við vorum að undirbúa okkur fyrir leik á móti Sviss. Þetta var æfing fyrir þann leik og mikilvægt að leikmenn á miðju og í framlínu væri í réttum stöðum," sagði Lars. „Við náðum mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik og sköpuðum fullt af færum. Við áttum því að skora að minnsta kosti tvö eða þrjú mörk til viðbótar. Svona er þetta stundum og þeir eru líka með mjög góðan markvörð sem varði oft mjög vel," sagði Lars. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var nokkuð sáttur með leik liðsins í kvöld en Ísland vann þá 1-0 sigur á slöku liði Færeyjar. Lagerback var þó vonsvikinn að íslenska liðið nýtti ekki fleiri færi í leiknum. „Það er alltaf erfitt að spila við Færeyinga því þeir eru vel skipulagt lið sem spilar með marga menn í vörninni og eru með líkamlega sterka leikmenn," sagði Lars Lagerback, þjálfari íslenska liðsins. „Við spiluðum ekki nógu vel í fyrri hálfleiknum en við vildum ekki pressa þá hátt á vellinum því vorum að reyna að spila svipað og við komum til með að gera á móti Svisslendingum. Það gekk mun betur í seinni hálfleiknum og kannski voru þeir líka orðnir svolítið þreyttir," sagði Lars. „Ég talaði um það við leikmenn í hálfleik að vera duglegri að skipta um stöður og þá sérstaklega átti það við bakverði og vængmenn. Við stilltum líka upp sóknafjarfari miðju en við erum vanalega með í seinni hálfleiknum og settum þá Eið Smára inn á miðjuna. Það kom sér vel á móti svona liði og það gekk betur í seinni hálfleik," sagði Lars. „Þetta var frekar góður leikur hjá okkur en stærstu vonbrigðin er að liðið skyldi ekki skora fleiri mörk því liðið fékk það mörg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum. Við sköpuðum líka þrjú góð færi í fyrri hálfleiknum. Vonandi koma mörkin bara í staðinn á móti Albaníu og Sviss," sagði Lars. „Við hefðum getað náð betri úrslitum úr þessum leik ef að við hefðum beitt meiri hápressu í fyrri hálfleiknum en ég vildi ekki gera það því við vorum að undirbúa okkur fyrir leik á móti Sviss. Þetta var æfing fyrir þann leik og mikilvægt að leikmenn á miðju og í framlínu væri í réttum stöðum," sagði Lars. „Við náðum mörgum flottum sóknum í seinni hálfleik og sköpuðum fullt af færum. Við áttum því að skora að minnsta kosti tvö eða þrjú mörk til viðbótar. Svona er þetta stundum og þeir eru líka með mjög góðan markvörð sem varði oft mjög vel," sagði Lars.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira