Ekki einn háskóla eða spítala Haukur Arnþórsson skrifar 10. ágúst 2013 00:01 Fram hafa komið raddir um að sameina þyrfti háskóla á Íslandi í einum skóla. Hugmyndir af þessu tagi koma oftar og oftar fram og á fjölmörgum sviðum, svo sem að reka eigi bara einn spítala á landinu. Og vissulega er einhvers konar afturhvarf frá NPM (Nýskipan í ríkisrekstri, m.a. með áherslu á dreifstýringu) í gangi hér á landi, þannig að menn keppast um yfirboð sem ganga gegn lausnum þeirrar stefnu. Nú eru það stóru einingarnar sem heilla. Fylgismenn þessara sjónarmiða horfa gjarnan til Norðurlandanna og annarra nágrannaríkja og segja að einn háskóli á Íslandi yrði alls ekki stór í alþjóðlegu ljósi og einn ríkisspítali alls ekki stærri en sjúkrahús af lágmarksstærð í öðrum ríkjum. En hér með er ekki öll sagan sögð og í þessari grein er vakin athygli á sjónarmiðum sem ætti að hugleiða í þessu samhengi. Samanburður og fjölbreytni Þótt ágætt sé að koma fram með alþjóðlegan samanburð á stærð stofnana þarf að hafa fleira í huga. Einnig er mikilvægt að hafa í landinu samanburð milli tveggja aðila sem stunda á einhvern hátt sambærilegan rekstur, ef því verður við komið. Svo er t.d. á framhaldsskólastiginu. Það getur, ásamt öðru, verið svo mikilvægt að eðlilegt getur talist að stofnanir hérlendis séu smærri en víða erlendis, jafnvel þótt ekki sé um eiginlega samkeppni að ræða (en hún hefur skilgreind skilyrði), heldur einhvers konar form fákeppni. Samanburður er mikilvægur í mörgu tilliti, bæði rekstrarlega og faglega. Ef við lítum til framhaldsskólastigsins sem fyrirmyndar þá kemur vel í ljós að mismunandi áherslur og þjónusta skólanna koma mjög vel út fyrir samfélagið. Sterk staða gagnvart ríkinu Þá er óhjákvæmilegt að nefna að einn háskóli og einn spítali hefðu afar sterka stöðu gagnvart ríkinu. Slíkur aðili hefði nánast fjárkúgunaraðstöðu gagnvart opinberu valdi og við þekkjum þetta vel hér á landi, t.d. í fjarskipta- og tölvugeiranum og fleiri geirum. Óneitanlega vekja vikulegar fréttir í sjónvarpi af hörmungum Landspítalans ekki góðar hugrenningar. Ef til vill er orsök slyss eins og launahækkun forstjóra Landspítalans á sl. vetri einmitt þessi; að helstu ráðgjafar velferðarráðherra hafi verið fyrrverandi nánustu samstarfsmenn eða undirmenn forstjórans og tæplega hæfir til þess að taka ákvarðanir um launakjör hans. Það gæti verið stjórnsýslulegur fylgifiskur eins stórs aðila á málefnasviði. Sterk staða gagnvart starfsfólki Staða einnar stofnunar á málefnasviði verður mjög sterk gagnvart stéttarfélögum starfsfólks og aukin hætta verður á því að launakjör þróist ekki í samræmi við alþjóðlega þróun heldur í takt við styrkleika þessara aðila, og þá kæmi samkeppnin um starfsfólk aðeins erlendis frá. Þá verður staða einnar stofnunar gagnvart einstökum starfsmönnum með sérstaka fagþekkingu mjög sterk; þeir gætu ekki fengið atvinnu hjá neinum öðrum aðila ef yfirmönnum stofnunar mislíkar eitthvað. Þetta þekkja margir íslenskir sérfræðingar og svona var staðan hjá sumum háskólasérfræðingum meðan einn háskóli starfaði. Millistjórnsýslustig Besta formið til þess að reka fleiri en eina stofnun á hverju málefnasviði er að þróa millistjórnsýslustig sem tekur við verkefnum frá ríkinu. Þau mættu gjarnan taka mið af landshlutum og byggja mætti upp kjarna sem gætu raunverulega veitt byggðaþróuninni eitthvert viðnám. En jafnvel þótt bara væri um tvö stjórnvöld að ræða, t.d. höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðina hins vegar, myndi skapast allt önnur aðstaða við rekstur helstu stofnana ríkisins en nú er stefnt að. Þá á ég við að háskólar, sjúkrahús og framhaldsskólar verði rekin af millistjórnsýslustigi, auk mögulega margra fleiri málaflokka. Í ljósi þess að kröfur hafa komið fram um að sveitarfélög verði afar fá væri eðlilegt að skoða millistjórnsýslustig af alvöru. Ekki virðist raunhæft að fækka sveitarfélögum frá því sem nú er, en þau þurfa að vera nálægt íbúum. Jafnvel þyrfti að fjölga þeim aftur. Lokaorð Það hefur óneitanlega vakið undrun margra að framkvæmdir við háskólasjúkrahúsið skuli ekki hafa verið stöðvaðar alveg með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar. Telja verður sennilegt að bygging eins stórs miðlægs ríkissjúkrahúss beri með sér alla þá galla sem hér eru raktir og gæti orðið erfitt að vinda ofan af slíkum stórfelldum mistökum í stjórnun heilbrigðismála. Hér er varað með almennum rökum við þeirri leið að ríkið feli einum aðila rekstur á og umsjón með heilum málefnageira og bent á að tiltölulega litlar stofnanir gætu verið nauðsynlegar og viðeigandi í litlu samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Fram hafa komið raddir um að sameina þyrfti háskóla á Íslandi í einum skóla. Hugmyndir af þessu tagi koma oftar og oftar fram og á fjölmörgum sviðum, svo sem að reka eigi bara einn spítala á landinu. Og vissulega er einhvers konar afturhvarf frá NPM (Nýskipan í ríkisrekstri, m.a. með áherslu á dreifstýringu) í gangi hér á landi, þannig að menn keppast um yfirboð sem ganga gegn lausnum þeirrar stefnu. Nú eru það stóru einingarnar sem heilla. Fylgismenn þessara sjónarmiða horfa gjarnan til Norðurlandanna og annarra nágrannaríkja og segja að einn háskóli á Íslandi yrði alls ekki stór í alþjóðlegu ljósi og einn ríkisspítali alls ekki stærri en sjúkrahús af lágmarksstærð í öðrum ríkjum. En hér með er ekki öll sagan sögð og í þessari grein er vakin athygli á sjónarmiðum sem ætti að hugleiða í þessu samhengi. Samanburður og fjölbreytni Þótt ágætt sé að koma fram með alþjóðlegan samanburð á stærð stofnana þarf að hafa fleira í huga. Einnig er mikilvægt að hafa í landinu samanburð milli tveggja aðila sem stunda á einhvern hátt sambærilegan rekstur, ef því verður við komið. Svo er t.d. á framhaldsskólastiginu. Það getur, ásamt öðru, verið svo mikilvægt að eðlilegt getur talist að stofnanir hérlendis séu smærri en víða erlendis, jafnvel þótt ekki sé um eiginlega samkeppni að ræða (en hún hefur skilgreind skilyrði), heldur einhvers konar form fákeppni. Samanburður er mikilvægur í mörgu tilliti, bæði rekstrarlega og faglega. Ef við lítum til framhaldsskólastigsins sem fyrirmyndar þá kemur vel í ljós að mismunandi áherslur og þjónusta skólanna koma mjög vel út fyrir samfélagið. Sterk staða gagnvart ríkinu Þá er óhjákvæmilegt að nefna að einn háskóli og einn spítali hefðu afar sterka stöðu gagnvart ríkinu. Slíkur aðili hefði nánast fjárkúgunaraðstöðu gagnvart opinberu valdi og við þekkjum þetta vel hér á landi, t.d. í fjarskipta- og tölvugeiranum og fleiri geirum. Óneitanlega vekja vikulegar fréttir í sjónvarpi af hörmungum Landspítalans ekki góðar hugrenningar. Ef til vill er orsök slyss eins og launahækkun forstjóra Landspítalans á sl. vetri einmitt þessi; að helstu ráðgjafar velferðarráðherra hafi verið fyrrverandi nánustu samstarfsmenn eða undirmenn forstjórans og tæplega hæfir til þess að taka ákvarðanir um launakjör hans. Það gæti verið stjórnsýslulegur fylgifiskur eins stórs aðila á málefnasviði. Sterk staða gagnvart starfsfólki Staða einnar stofnunar á málefnasviði verður mjög sterk gagnvart stéttarfélögum starfsfólks og aukin hætta verður á því að launakjör þróist ekki í samræmi við alþjóðlega þróun heldur í takt við styrkleika þessara aðila, og þá kæmi samkeppnin um starfsfólk aðeins erlendis frá. Þá verður staða einnar stofnunar gagnvart einstökum starfsmönnum með sérstaka fagþekkingu mjög sterk; þeir gætu ekki fengið atvinnu hjá neinum öðrum aðila ef yfirmönnum stofnunar mislíkar eitthvað. Þetta þekkja margir íslenskir sérfræðingar og svona var staðan hjá sumum háskólasérfræðingum meðan einn háskóli starfaði. Millistjórnsýslustig Besta formið til þess að reka fleiri en eina stofnun á hverju málefnasviði er að þróa millistjórnsýslustig sem tekur við verkefnum frá ríkinu. Þau mættu gjarnan taka mið af landshlutum og byggja mætti upp kjarna sem gætu raunverulega veitt byggðaþróuninni eitthvert viðnám. En jafnvel þótt bara væri um tvö stjórnvöld að ræða, t.d. höfuðborgarsvæðið annars vegar og landsbyggðina hins vegar, myndi skapast allt önnur aðstaða við rekstur helstu stofnana ríkisins en nú er stefnt að. Þá á ég við að háskólar, sjúkrahús og framhaldsskólar verði rekin af millistjórnsýslustigi, auk mögulega margra fleiri málaflokka. Í ljósi þess að kröfur hafa komið fram um að sveitarfélög verði afar fá væri eðlilegt að skoða millistjórnsýslustig af alvöru. Ekki virðist raunhæft að fækka sveitarfélögum frá því sem nú er, en þau þurfa að vera nálægt íbúum. Jafnvel þyrfti að fjölga þeim aftur. Lokaorð Það hefur óneitanlega vakið undrun margra að framkvæmdir við háskólasjúkrahúsið skuli ekki hafa verið stöðvaðar alveg með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar. Telja verður sennilegt að bygging eins stórs miðlægs ríkissjúkrahúss beri með sér alla þá galla sem hér eru raktir og gæti orðið erfitt að vinda ofan af slíkum stórfelldum mistökum í stjórnun heilbrigðismála. Hér er varað með almennum rökum við þeirri leið að ríkið feli einum aðila rekstur á og umsjón með heilum málefnageira og bent á að tiltölulega litlar stofnanir gætu verið nauðsynlegar og viðeigandi í litlu samfélagi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun