Golf

Aron Snær og Anna Sólveig leika á Duke of York

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Anna Sólveig og Aron Snær leika á Royal St. George's vellinum næstu daga.
Anna Sólveig og Aron Snær leika á Royal St. George's vellinum næstu daga. Mynd/GSÍ
Ísland verður með sína fulltrúa í Duke of York unglingameistaramótinu sem hefst á morgun í Kent í Englandi. Aron Snær Júlíusson úr GKG og Anna Sólveig Snorradóttr úr GK keppa fyrir Íslands hönd í mótinu sem er eitt allra sterkasta unglingamót sem fram fer í heimi á ári hverju. Leikið er á Royal St. George’s vellinum í Sandwich en Opna breska meistaramótið í golfi haldið reglulega á vellinum. Íslenskur kylfingur hefur tvisvar á síðustu þremur árum sigrað í mótinu.

Gestgjafi mótsins er Hertogin af York. 56 keppendur frá 32 löndum taka þátt í ár og er óhætt að segja að þetta mót sé í hópi þeirra sterkustu sem í boði eru fyrir kylfinga 18 ára og yngri.  

Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar stóð uppi sem sigurvegar í mótinu á síðasta ári þegar það var haldið á Royal Troon. Guðmundur Ágúst Kristjánsson sigraði í mótinu þegar það var síðast á Royal St. George´s árið 2010. Íslendingar eiga því góða minningar frá þessu móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×