Þorsteinn Már sakar seðlabankastjóra um lygar og offors Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. september 2013 19:30 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf. Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“ Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Aðeins örfáum dögum eftir að embætti sérstaks saksóknara vísaði frá kæru Seðlabankans vegna meints brots útgerðarfyrirtækisins Samherja á gjaldeyrislögum hefur Seðlabankinn sent embættinu nýja kæru vegna Samherja, en hún var send í morgun. Í annað ár hafa meint brot Samherja hf. á lögum um gjaldeyrismál verið til rannsóknar. Fyrst hjá gjaldeyriseftirliti Seðlabankans og síðan var þeim vísað til sérstaks saksóknara með kæru. Í síðustu viku vísaði sérstakur saksóknari kærunni frá þar sem í kæru var tilgreind refsiábyrgð lögaðila, þ.e fyrirtækja, en hún hafði verið numin úr lögunum. Þannig var kæran ekki tæk til efnismeðferðar þar sem í henni var vísað til lagaákvæðis sem var afnumið og er ekki lengur í gildi. Það gerðist svo laust fyrir hádegi í morgun að Seðlabankinn vísaði nýrri kæru til sérstaks saksóknara, en nú á hendur nafngreindum stjórnendum Samherja en ekki fyrirtækinu sjálfu. Þetta eru upplýsingar sem fréttastofan hefur frá embætti sérstaks saksóknara.Segir Má ljúga Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að frávísunin hafi ekki komið á óvart. „Það sem kemur kannski meira á óvart er að okkur er ekki sagt frá þessu. Eftir okkar heimildum þá er þessu máli vísað frá 28. ágúst. Í dag þá fréttum við af þessu gegnum fjölmiðla. Síðan fréttist í hádeginu að seðlabankastjóri sendir frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir að búið sé að kæra einhverja aðra fyrir einhver önnur mál sem við vitum ekki hver eru til sérstaks saksóknara og segir að málið sé í höndum sérstaks saksóknara. Á þeim tíma þegar hann sendir frá sér þessa fréttatilkynningu, sem er í sjálfu sér merkilegt, þá er málið ekki komið í hendur sérstaks saksóknara. Már Guðmundsson einfaldlega lýgur í því máli eins og svo mörgu öðru sem snertir þetta mál,“ segir Þorsteinn Már.Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.Telur þú að seðlabankastjóri hafi ekki komið fram af heilindum í þessu máli? „Mér finnst hann fyrst og fremst hafa komið fram af offorsi. Það hefur aldrei verið talað við okkur í Samherja um þetta mál. Núna er liðið eitt og hálft ár og það er nánast búið að halda okkur starfsfólki og stjórnendum Samherja í gíslingu síðan. Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar um þetta mál nema í gegnum fjölmiðla,“ segir Þorsteinn Már.Seðlabankastjóri tjáir sig ekki að svo stöddu Fréttastofan óskaði eftir viðbrögðum frá Seðlabankanum vegna fréttarinnar og þá sérstaklega Má Guðmundssyni seðlabankastjóra. Þau svör fengust að Már myndi ekki tjá sig að svo stöddu en að Seðlabankinn stæði við yfirlýsingu sem hann hefði sent frá sér vegna málsins fyrr í dag. Í yfirlýsingunni segir: „Sérstakur saksóknari sendi kæru Seðlabanka Íslands til baka til meðferðar. Athugasemdir hans vörðuðu ekki efnisatriði kærunnar. Seðlabanki Íslands hefur þegar brugðist við athugasemdunum og er málið nú í höndum embættis sérstaks saksóknara.“
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira