Birgir Leifur féll niður töfluna í Frakklandi Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. september 2013 19:50 Birgir Leifur Hafþórsson lék á 75 höggum í dag. Mynd/Getty Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni í Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne mótinu sem fram fer á Ákorendamótaröðinni í Frakklandi. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir fyrsta hring en hefur nú fallið niður í 43. sæti þegar aðeins lokahringurinn er eftir. Birgir lék þriðja hringinn á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á þremur höggum yfir pari eftir 54 holur. Birgir fékk þrjá fulga og þrjá skolla á hringnum í dag. Hann lentii í talsverðum hrakningum á 12. holu en hann lék þessa par-4 braut á níu höggum eða fimm höggum yfir pari holunnar. Áskorendamótaröðin er önnur sterkasta mótaröðin í Evrópu og er Birgir Leifur með takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni. Birgir varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpúlfsstaðavelli fyrr í sumar og hefur verið okkar besti kylfingur um árabil. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik. Birgir Leifur mun innan tíðar hefja keppni í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og ætlar sér einnig að taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum sem er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna.Staðan í mótinu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG hefur ekki náð að fylgja eftir frábærri byrjun sinni í Open Blue Green Côtes d'Armor Bretagne mótinu sem fram fer á Ákorendamótaröðinni í Frakklandi. Birgir Leifur var í öðru sæti eftir fyrsta hring en hefur nú fallið niður í 43. sæti þegar aðeins lokahringurinn er eftir. Birgir lék þriðja hringinn á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann er samtals á þremur höggum yfir pari eftir 54 holur. Birgir fékk þrjá fulga og þrjá skolla á hringnum í dag. Hann lentii í talsverðum hrakningum á 12. holu en hann lék þessa par-4 braut á níu höggum eða fimm höggum yfir pari holunnar. Áskorendamótaröðin er önnur sterkasta mótaröðin í Evrópu og er Birgir Leifur með takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni. Birgir varð Íslandsmeistari í höggleik á Korpúlfsstaðavelli fyrr í sumar og hefur verið okkar besti kylfingur um árabil. Hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari í höggleik. Birgir Leifur mun innan tíðar hefja keppni í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og ætlar sér einnig að taka þátt í úrtökumóti fyrir Web.com mótaröðina í Bandaríkjunum sem er önnur sterkasta mótaröð Bandaríkjanna.Staðan í mótinu
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira