Golf

Þeir keppa fyrir Íslands hönd í Slóvakíu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birgir Björn og Gísli verða í eldlínunni ytra.
Birgir Björn og Gísli verða í eldlínunni ytra. Mynd/GSÍmyndir.net
Íslenska piltalandsliðið í golfi tekur þátt í undankeppni Evrópumóts pilta 18 ára og yngri sem fram fer á velli Skalica Golf Club í Slóvakíu dagana 19.-21. september.

Undankeppnin, eða European Boys´Challenge Trophy, er fyrir þær þjóðir sem ekki náðu að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumóti pilta 18 ára og yngri sem fram fer á næsta ári. Alls taka 11 þjóðir þátt að þessu sinni en auk Íslands keppa lið frá Belgíu, Finnlandi, Ungverjalandi, Póllandi, Portúgal, Slókvakíu, Slóveníu, Rússlandi, Sviss og Wales.

Aron Snær Júlíusson, GKG, Birgir Björn Magnússon, GK, Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, Gísli Sveinbergsson, GK og Henning Darri Þórðarson, GK, skipa íslenska piltalandsliðið. Um er að ræða 54 holu höggleik þar sem fimm bestu skorin telja eftir hvern dag. Þrjár efstu þjóðirnar komast á sjálft Evrópumótið að ári.

Úlfar Jónsson og Ragnar Ólafsson fylgja strákunum okkar á mótið en nánari upplýsingar um það má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×