Andskotinn ekki með lögheimili í Brussel Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2013 19:57 Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar hefur skilað ráðherranefnd fyrstu tillögum sínum. Vigdís Hauksdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir liggja fyrir hagræðingarhópnum að koma með tillögur um tugmilljarða niðurskurð í ríkisrekstrinum á næstu árum. Vigdís situr í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að finna leiðir til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á næstu árum. Hún segir flesta Íslendinga vita að ekki verði lengra farið í útþenslu ríkisbáknsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra leggur fyrsta fjárlagafrumvarp sitt fram á Alþingi á þriðjudag. Vigdís vonar að hluti tillagna hópsins rati inn í fjárlögin fyrir aðra umræðu um þau á þingi. En hópnum sé ætlað að starfa út kjörtímabilið. „Við erum að tala um tugi milljarða,“ segir Vigdís þegar hún er spurð um stærð verkefnisins Þrátt fyrir áform um mikinn niðurskurð í ríkisrekstrinum segir Vigdís að Íslendingar eigi að fara sömu leið og Finnar þegar kemur að fjárfestingu í rannsóknum. Finnar hafi aukið framlög sín á þessum sviðum í kreppunni þar upp úr 1990 með góðum árangri. Vigdís var kjörin formaður Heimssýnar í vikunni sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Ég veit ekki hvar andskotinn hefur lögheimili en líklega ekki í Brussel, gæti ég trúað,“ segir Vigdís. En hún vill að þingályktunartillaga verði lögð frá á haustþingi um að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði slitið. Enda sé ekki um neitt að semja. Við ræðum þetta, vantrú hennar á hagkvæmni rafstrengs til Evrópu, gífurlega styrki til landbúnaðar og fleira við Vigdísi í sjónvarpsþættinum Pólitíkinni sem nálgast má í heild sinni á Vísi.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Svanur syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira